Fleiri fréttir Ekkert lát á óeirðunum Enn kom til óspekta í úthverfum Parísarborgar í fyrrinótt, áttundu nóttina í röð. Annars staðar í Frakklandi kom til átaka í innflytjendahverfum. 5.11.2005 07:00 Aldrei verið óvinsælli George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur aldrei verið jafn óvinsæll og nú. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir CBS-fréttastofuna reyndust aðeins 35 prósent þeirra sem spurðir voru ánægð með störf forsetans. Þetta er versta útkoma Bush frá upphafi og jafnframt ein versta útkoma sem nokkur forseti Bandaríkjanna hefur hlotið. 5.11.2005 07:00 Hanar með vegabréf Aðdáendur hanaslags geta andað léttar, því ríkisstjórn Taílands hefur fundið leið til að tryggja að slagsmálahanar hverfi ekki fyrir fullt og allt þrátt fyrir fuglaflensu. Þeir fá nú til að mynda sérstök vegabréf svo hægt sé að fara með þá svæða og landa á milli í keppnisferðir. 4.11.2005 20:30 Útvarp fyrir dýrin Netvarpsstöðvar eru ekki nýjar af nálinni en stöðin sem rekin er í Los Angeles og hlýða má á hvar sem er í heiminum er nokkuð nýstárleg. Hún er sérsniðin fyrir gæludýr sem skilin eru ein heima allan daginn. 4.11.2005 20:15 150 bifreiðar í stóðu í ljósum logum Hundrað og fimmtíu bifreiðar stóðu í ljósum logum í Clichy-sous-bois, einu af fátækari úthverfum Parísar, í nótt. Þar gengu íbúar, einkum ungir, atvinnulausir karlar berserksgang, áttundu nóttina í röð. 4.11.2005 19:00 Ali að syngja sitt síðasta Hinn heimsfrægi hnefaleikakappi, Muhammad AlI, á líklega aðeins fáeina mánuði eftir ólifaða. Ali, sem er frægasti hnefaleikamaður allra tíma, hefur barist við Parkinson veiki í tuttugu ár og nú virðist síðasti bardaginn senn á enda. 4.11.2005 18:24 Ætluðu að sprengja spítala Tveir breskir menn á þrítugsaldri voru í dag ákærðir fyrir að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. Að sögn lögreglu leikur grunur á að tvímenningarnir hafi ætlað að gera sprengjuárás inni á spítala. 4.11.2005 18:22 Tíu þúsund mótmæla Bush í Argentínu Tíu þúsund mótmælendur hafa safnast saman á götum strandbæjarins Mar del Plata í Argentínu, þar sem leiðtogafundur Ameríkurikja fer fram. Átta þúsund lögreglumenn, gráir fyrir járnum vakta fundarstaðinn, enda búist við enn frekari mótmælendum í síðar í dag. 4.11.2005 17:37 Mætti drukkinn í bílpróf Þrjátíu og sex ára Dani drakk í sig kjarkinn og ákvað að fara aftur í bílpróf, en það hafði hann misst fyrir margt löngu vegna ölvunaraksturs. Heldur var hann djarfur til flöskunnar því ölvunin kom fram í aksturslagi hans. 4.11.2005 14:46 Varaðir við að kaupa Tamiflu á Netinu Norsk heilbrigðisyfirvöld vara landsmenn við að kaupa flensulyfið Tamiflu í gegnum Netið af óþekktum framleiðendum en Norðmenn hamstra lyfið í þeirri trú að það verji þá gegn fuglaflensu. Norskir tollverðir hafa lagt hald á talsvert af lyfinu þegar það berst til landsins með póstsendingum en Tamiflu er lyfseðilsskylt og því óheimilt að flytja það inn með þessum hætti. 4.11.2005 13:28 Sex lögreglumenn drepnir í Írak Sex lögreglumenn féllu og tíu særðust þegar uppreisnarmenn gerðu árás á eftirlitsstöð íröksku lögreglunnar í norðurhluta Íraks í dag. Skutu uppreisnarmennirnir fyrst úr sprengjuvörpum að stöðinni og keyrðu síðan að henni á átta bílum og hófu vélbyssuskothríð. 4.11.2005 13:12 Öryggisverðir fara í verkfall Lausafjárskortur gæti orðið í stærstu borgum Svíþjóðar um helgina þar sem verkalýðsfélag öryggisvarða, sem annast peningaflutninga, ætlar að hætta að flytja peninga þar til öryggi þeirra verður tryggt. Þeir ákváðu þetta eftir að vopnaðir menn rændu fjármunum úr peningaflutningabíl í grennd við Gautaborg í gærmorgun en tveir öryggisverðir slösuðust þegar ræningjarnir sprengdu hreinlega aðra hliðina úr bílnum. 4.11.2005 12:06 Bush aldrei verið jafn óvinsæll George Bush Bandaríkjaforseti hefur aldrei verið jafn óvinsæll og hann er nú. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir CBS-fréttastofuna reyndust aðeins 35% þeirra sem tóku þátt ánægð með störf forsetans. 4.11.2005 10:17 Stefnir í stríð milli Eþíópíu og Erítreu Hætta er á nýju stríði á milli Afríkuríkjanna Eþíópíu og Erítreu en herflokkar beggja þjóða hafa safnast saman meðfram landamærum ríkjanna tveggja. Eþíópía og Erítrea hafa áður háð stríð vegna landamæranna en því stríði lauk árið 2001. 4.11.2005 10:12 Skotárás í Osló Maður hóf skotárás fyrir utan bar í miðborg Oslóar á miðnætti í nótt. Einn maður særðist lítilsháttar á höfði en talið er að hann hafi særst þegar hann kastaði sér í götuna í skotárásinni eða að öðrum orsökum. 4.11.2005 08:41 Ferja sökk í Pakistan 60 manns fórust þegar ferja sökk í Indus ánni í Pakistan í morgun. Talsmaður pakistanska hersins segir að ferjan hafi sokkið nálægt borginni Thatta, sunnarlega í Pakistan. Talið er að 80 manns hafi verið um borð þegar ferjan sökk en verið er að rannsaka orsakir slyssins. 4.11.2005 08:37 12 þúsund hafa yfirgefið heimili sín Yfir tólf þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Hondúras vegna úrhellisrigninga að undanförnu. Ár flæða yfir bakka sína og er vatnið byrjað að eyðileggja vegi sem liggja milli fimmtíu þorpa og kaupstaða þar sem land stendur lægst við strandir. 4.11.2005 08:04 Níu ára palestínskur drengur skotinn Ísraelskir hermenn skutu og særðu níu ára palestínskan dreng á Vesturbakka Jórdan í gær. Hermennirnir héldu að drengurinn væri vopnaður en seinna kom í ljós að hann var með leikfangariffil. 4.11.2005 07:51 Skotið á lögreglumenn í París Skotið var á lögreglumenn í úthverfum Parísar í gærkvöld en enginn særðist í átökunum. Óeirðir geisuðu í borginni, áttundu nóttina í röð, og var kveikt í yfir 50 bílum. Þá var ráðist á skóla og strætisvagna í alls níu úthverfum borgarinnar. 4.11.2005 07:28 Kókaín fyrir tvo milljarða Lögregla í Mosjøen í Norður-Noregi gerði í gær upptæk 190 kíló af kókaíni í suður-ameríska skipinu Crusader. 25 skipverjar voru handteknir en ekki er vitað hverjir þeirra komu fíkniefnunum fyrir. Auk kókaínsins flutti Crusader súrál til álbræðslu Elkem í firðinum. 4.11.2005 06:30 Tími ríkisstjórnar Merkel strax á enda? Ríkisstjórn Angelu Merkel í Þýskalandi var spáð tveggja ára líftíma eftir kosningarnar fyrir mánuði. Stjórnin hefur reyndar ekki ennþá verið mynduð en tími hennar virðist engu að síður liðinn. 3.11.2005 20:30 Skotbardagar í fátækrahverfi í París Skotbardagar brutust út í einu af fátækustu úthverfum Parísarborgar í nótt en blóðug átök hafa staðið þar allar nætur í viku. Kveikt hefur verið í hundruðum bifreiða og ráðist inn í skóla, verslanir og stofnanir. 3.11.2005 19:45 Mikil leynd yfir fangelsum Mikil leynd hvílir yfir dularfullum fangelsum þar sem meintir hryðjuverkamenn eru yfirheyrðir. Yfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum áttu erfitt með að svara spurningum fréttamanna um málið í dag. 3.11.2005 19:24 Ritsjóri The Sun fangelsuð vegna líkamsárásar Ritstjóri dagblaðsins The Sun í Bretlandi, Rebekah Wade, var handtekin í morgun vegna árásar á eiginmann sinn, leikarann, Ross Kemp. Málsatvik voru þau að lögreglan var kölluð að heimili þeirra vegna óláta og þegar komið var á staðinn stórsá á eiginmanni hennar og var hann meðal annars skorinn í andliti. 3.11.2005 17:15 Berlusconi segist hafa stafað ógn af sprengjumanni Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að sjálfsmorðsárásarmaður hafi ætlað að ráða hann af dögum á knattspyrnuleik. Hann sakar einnig pólitíska andstæðinga sína um að auka hættuna á hryðjuverkaárásum í landinu með því að draga heilindi hans í efa. 3.11.2005 16:15 Bíll ræningjanna fundinn Mennirnir sem rændu peningaflutningabíl Securitas norður af Gautaborg í morgun ganga enn lausir. Bíllinn sem þeir notuðu við ránið er fundinn en enn stendur yfir víðtæk leit að mönnunum. 3.11.2005 15:30 Réttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum hefjast í Belgíu Réttarhöld hófust í Belgíu í dag yfir þrettán mönnum sem taldir eru tilheyra hryðjuverkahópi sem sakaður er um að hafa staðið á bak við hryðjuverkaárásir á lestarstöðvum í Madríd í fyrra þar sem hátt í 200 manns létust. 3.11.2005 14:58 Fíkniefni fyrir um 550 milljónir í skipi í Noregi Fíkniefni fyrir um 550 milljónir íslenskra króna fundust í suðuramerísku skipi í Norðlandsfylki í Norður-Noregi í dag. Farmurinn fannst við hefðbundið eftirlit. Talið er að um kókaín hafi verið að ræða, en það hefur þó ekki fengist staðfest. 3.11.2005 14:12 Fuglaflensa greinist í sjötta Evrópulandinu Fuglaflensan hefur greinst í sjötta Evrópulandinu en svanur sem kom frá Ungverjalandi bar H5N1 afbrigði fuglaflensunnar með sér til Króatíu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu landbúnaðarráðherra Króatíu sem hann sendi frá sér í gær. 3.11.2005 13:08 Engin fangelsi á vegum CIA í Rúmeníu Forsætisráðherra Rúmeníu sagði í dag að engin fangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, væru í landinu. Þá hafa stjórnvöld í Tékklandi sagst hafa hafnað óskum bandarískra stjórnvalda um að fá að reka slíkt fangelsi þar í landi. 3.11.2005 12:51 Dönsk kona læst inni á baðherbergi í viku Fjörutíu og fimm ára dönsk kona, búsett í Hjörning, er frjáls á ný eftir að hafa verið læst inni á baðherberginu heima hjá sér í heila viku. Þegar ekkert hafði heyrst til konunnar í heila sjö daga var lögreglu gert viðvart. Kom í ljós að læsing hurðarinnar hafði hlaupið í baklás. 3.11.2005 11:15 2000 andlát á breskum sjúkrahúsum vegna mistaka Meira en tvö þúsund andlát á breskum sjúkrahúsum á síðasta ári má rekja til mistaka og skorts á öryggisþáttum við umönnun sjúklinganna. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var af opinberum aðilum og segir frá í nýrri skýrslu. Á meðal þess sem leiddi sjúklingana til dauða var röng lyfjagjöf og bilun í tækjum sjúkrahúsanna. 3.11.2005 10:45 Þaulskipulagt rán framið í Svíþjóð Grímuklæddir ræningjar, vopnaðir sjálfvirkum byssum og sprengiefni, réðust á peningaflutningabíl norður af Gautaborg í Svíþjóð rétt fyrir klukkan átta í morgun að íslenskum tíma. Tveir öryggisverðir særðust í árásinni og voru fluttir á sjúkrahús en ekki er enn vitað hversu alvarlegt það er. Ræningjarnir höfðu sett upp naglamottur á nokkrum stöðum til að hindra aðkomu lögreglu. 3.11.2005 09:51 Karl Bretaprins og Camilla í Hvíta húsinu Karl Bretaprins og Camilla eiginkona hans snæddu kvöldverð með forsetahjónunum í Hvíta húsinu í gær en þau eru í vikulangri opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Umræðuefnið var sterkt samband þjóðanna tveggja, sérstaklega eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001. 3.11.2005 09:19 Sprengjuárás í Baska-héraði í nótt Sprengja sprakk í bænum Zarautz á Spáni í nótt. Svo virðist sem enginn hafi særst í árásinni en sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslutunnu við götu í bænum. Önnur sprengja, sem fannst nærri dómshúsinu í bænum, hafði verið gerð óvirk af lögreglu skömmu áður. 3.11.2005 09:16 Peningaflutningabíll rændur í Svíþjóð Fyrir um klukkustund var ráðist á peningaflutningabíl rétt fyrir utan Gautaborg í Svíþjóð. Síðast þegar fréttist var sjúkrabíll á leið á staðinn en talið er að öryggisverðirnir sem í bílnum voru hafi slasast í árásinni. Svo virðist sem að um mjög vel skipulagt rán sé að ræða. 3.11.2005 09:07 Evran tekin upp á Kýupur Kýpverjar taka upp evruna 1. janúar árið 2008. Yfirvöld á Kýpur höfðu gert sér vonir um að sameinast myntbandalaginu árið 2007 en sökum gríðarlegs fjárlagahalla verður ekkert úr því. 3.11.2005 08:45 CIA neitar að tjá sig Bandaríska leyniþjónustan CIA neitar að tjá sig um fregnir bandaríska dagblaðsins The Washington Post þess efnis að Bandaríkjamenn hafi beitt meinta al-Qaida liða pyntingum í leynilegum fangelsum í Austur-Evrópu og víðar um heiminn. 3.11.2005 08:29 Viðbúnaðaráætlun vegna flensu samþykkt í Danmörku Ríkisstjórn Danmerkur hefur samþykkt viðbúnaðaráætlun vegna hugsanlegs fuglaflensufaraldurs í landinu. Samkvæmt áætluninni verða keyptar meiri birgðir af inflúensulyfinu Tamiflu sem eiga að duga 19 prósentum dönsku þjóðarinnar. 3.11.2005 08:15 30 féllu og 150 særðust í Addis Ababa Að minnsta kosti þrjátíu manns féllu og um 150 særðust í átökum lögreglu og stjórnarandstæðinga í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, í gær. Íslenskir kristniboðar eru að störfum í broginni. 3.11.2005 07:53 Ástandið orðið hættulegt segir Chiraq Jacques Chiraq Frakklandsforseti segir lögregluna verða að taka á óeirðum sem geisað hafa í níu úthverfum Parsíar undanfarna viku, og það strax. Hann segir ástandið orðið hættulegt en miklar deilur hafa orðið innan ríkisstjórnarinnar vegna málsins. 3.11.2005 07:36 Á annan tug fórst í árás Talið er að í það minnsta tuttugu manns hafi beðið bana og sextíu særst í sjálfsmorðsárás í bænum Musayyib í Suður-Írak í gær. Einn fórst í bílsprengjuárás í Kirkuk norðar í landinu. 3.11.2005 06:30 Telja Bandaríkjastjórn hafa fangelsað 70 þúsund manns Talið er að bandarísk yfirvöld hafi frá árinu 2001 haft forgöngu um að fangelsa 70 þúsund manns víðs vegar um veröldina. Þrátt fyrir að Alþjóða Rauði krossinn hafi ítrekað farið fram á að fá upplýsingar um fólkið og þær aðstæður sem það býr við hafa bandarísk yfirvöld engu svarað. 2.11.2005 19:45 Ísraelsher skaut palestínskan uppreisnarmann Ísraelskir hermenn skutu palestínskan uppreisnarmann til bana nærri bænum Jenín á Vesturbakkanum í dag í áhlaupi Ísraelshers. Bráðaliðar og vitni segja uppreisnarmanninn hafa tilheyrt al-Aqsa herdeildunum, vopnuðum væng Fatah-hreyfingarinnar, og að hann hafi fallið í byssubardaga við hersveitirnar. 2.11.2005 18:30 Háttsettur al-Qaida liði slapp úr haldi Bandaríkjamanna Háttsettur al-Qaida liði slapp úr haldi Bandaríkjamanna í Afganistan í sumar. Þetta staðfesti ónafngreindur starfsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins við Reuters-fréttastofuna í dag. Kúveitinn Omar al-Faruq var gripinn í Indónesíu árið 2002 og afhentur Bandaríkjamönnum, en hann er talinn einn af hæstsettu mönnum innan al-Qaida í Suðaustur-Asíu. 2.11.2005 18:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ekkert lát á óeirðunum Enn kom til óspekta í úthverfum Parísarborgar í fyrrinótt, áttundu nóttina í röð. Annars staðar í Frakklandi kom til átaka í innflytjendahverfum. 5.11.2005 07:00
Aldrei verið óvinsælli George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur aldrei verið jafn óvinsæll og nú. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir CBS-fréttastofuna reyndust aðeins 35 prósent þeirra sem spurðir voru ánægð með störf forsetans. Þetta er versta útkoma Bush frá upphafi og jafnframt ein versta útkoma sem nokkur forseti Bandaríkjanna hefur hlotið. 5.11.2005 07:00
Hanar með vegabréf Aðdáendur hanaslags geta andað léttar, því ríkisstjórn Taílands hefur fundið leið til að tryggja að slagsmálahanar hverfi ekki fyrir fullt og allt þrátt fyrir fuglaflensu. Þeir fá nú til að mynda sérstök vegabréf svo hægt sé að fara með þá svæða og landa á milli í keppnisferðir. 4.11.2005 20:30
Útvarp fyrir dýrin Netvarpsstöðvar eru ekki nýjar af nálinni en stöðin sem rekin er í Los Angeles og hlýða má á hvar sem er í heiminum er nokkuð nýstárleg. Hún er sérsniðin fyrir gæludýr sem skilin eru ein heima allan daginn. 4.11.2005 20:15
150 bifreiðar í stóðu í ljósum logum Hundrað og fimmtíu bifreiðar stóðu í ljósum logum í Clichy-sous-bois, einu af fátækari úthverfum Parísar, í nótt. Þar gengu íbúar, einkum ungir, atvinnulausir karlar berserksgang, áttundu nóttina í röð. 4.11.2005 19:00
Ali að syngja sitt síðasta Hinn heimsfrægi hnefaleikakappi, Muhammad AlI, á líklega aðeins fáeina mánuði eftir ólifaða. Ali, sem er frægasti hnefaleikamaður allra tíma, hefur barist við Parkinson veiki í tuttugu ár og nú virðist síðasti bardaginn senn á enda. 4.11.2005 18:24
Ætluðu að sprengja spítala Tveir breskir menn á þrítugsaldri voru í dag ákærðir fyrir að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi. Að sögn lögreglu leikur grunur á að tvímenningarnir hafi ætlað að gera sprengjuárás inni á spítala. 4.11.2005 18:22
Tíu þúsund mótmæla Bush í Argentínu Tíu þúsund mótmælendur hafa safnast saman á götum strandbæjarins Mar del Plata í Argentínu, þar sem leiðtogafundur Ameríkurikja fer fram. Átta þúsund lögreglumenn, gráir fyrir járnum vakta fundarstaðinn, enda búist við enn frekari mótmælendum í síðar í dag. 4.11.2005 17:37
Mætti drukkinn í bílpróf Þrjátíu og sex ára Dani drakk í sig kjarkinn og ákvað að fara aftur í bílpróf, en það hafði hann misst fyrir margt löngu vegna ölvunaraksturs. Heldur var hann djarfur til flöskunnar því ölvunin kom fram í aksturslagi hans. 4.11.2005 14:46
Varaðir við að kaupa Tamiflu á Netinu Norsk heilbrigðisyfirvöld vara landsmenn við að kaupa flensulyfið Tamiflu í gegnum Netið af óþekktum framleiðendum en Norðmenn hamstra lyfið í þeirri trú að það verji þá gegn fuglaflensu. Norskir tollverðir hafa lagt hald á talsvert af lyfinu þegar það berst til landsins með póstsendingum en Tamiflu er lyfseðilsskylt og því óheimilt að flytja það inn með þessum hætti. 4.11.2005 13:28
Sex lögreglumenn drepnir í Írak Sex lögreglumenn féllu og tíu særðust þegar uppreisnarmenn gerðu árás á eftirlitsstöð íröksku lögreglunnar í norðurhluta Íraks í dag. Skutu uppreisnarmennirnir fyrst úr sprengjuvörpum að stöðinni og keyrðu síðan að henni á átta bílum og hófu vélbyssuskothríð. 4.11.2005 13:12
Öryggisverðir fara í verkfall Lausafjárskortur gæti orðið í stærstu borgum Svíþjóðar um helgina þar sem verkalýðsfélag öryggisvarða, sem annast peningaflutninga, ætlar að hætta að flytja peninga þar til öryggi þeirra verður tryggt. Þeir ákváðu þetta eftir að vopnaðir menn rændu fjármunum úr peningaflutningabíl í grennd við Gautaborg í gærmorgun en tveir öryggisverðir slösuðust þegar ræningjarnir sprengdu hreinlega aðra hliðina úr bílnum. 4.11.2005 12:06
Bush aldrei verið jafn óvinsæll George Bush Bandaríkjaforseti hefur aldrei verið jafn óvinsæll og hann er nú. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir CBS-fréttastofuna reyndust aðeins 35% þeirra sem tóku þátt ánægð með störf forsetans. 4.11.2005 10:17
Stefnir í stríð milli Eþíópíu og Erítreu Hætta er á nýju stríði á milli Afríkuríkjanna Eþíópíu og Erítreu en herflokkar beggja þjóða hafa safnast saman meðfram landamærum ríkjanna tveggja. Eþíópía og Erítrea hafa áður háð stríð vegna landamæranna en því stríði lauk árið 2001. 4.11.2005 10:12
Skotárás í Osló Maður hóf skotárás fyrir utan bar í miðborg Oslóar á miðnætti í nótt. Einn maður særðist lítilsháttar á höfði en talið er að hann hafi særst þegar hann kastaði sér í götuna í skotárásinni eða að öðrum orsökum. 4.11.2005 08:41
Ferja sökk í Pakistan 60 manns fórust þegar ferja sökk í Indus ánni í Pakistan í morgun. Talsmaður pakistanska hersins segir að ferjan hafi sokkið nálægt borginni Thatta, sunnarlega í Pakistan. Talið er að 80 manns hafi verið um borð þegar ferjan sökk en verið er að rannsaka orsakir slyssins. 4.11.2005 08:37
12 þúsund hafa yfirgefið heimili sín Yfir tólf þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Hondúras vegna úrhellisrigninga að undanförnu. Ár flæða yfir bakka sína og er vatnið byrjað að eyðileggja vegi sem liggja milli fimmtíu þorpa og kaupstaða þar sem land stendur lægst við strandir. 4.11.2005 08:04
Níu ára palestínskur drengur skotinn Ísraelskir hermenn skutu og særðu níu ára palestínskan dreng á Vesturbakka Jórdan í gær. Hermennirnir héldu að drengurinn væri vopnaður en seinna kom í ljós að hann var með leikfangariffil. 4.11.2005 07:51
Skotið á lögreglumenn í París Skotið var á lögreglumenn í úthverfum Parísar í gærkvöld en enginn særðist í átökunum. Óeirðir geisuðu í borginni, áttundu nóttina í röð, og var kveikt í yfir 50 bílum. Þá var ráðist á skóla og strætisvagna í alls níu úthverfum borgarinnar. 4.11.2005 07:28
Kókaín fyrir tvo milljarða Lögregla í Mosjøen í Norður-Noregi gerði í gær upptæk 190 kíló af kókaíni í suður-ameríska skipinu Crusader. 25 skipverjar voru handteknir en ekki er vitað hverjir þeirra komu fíkniefnunum fyrir. Auk kókaínsins flutti Crusader súrál til álbræðslu Elkem í firðinum. 4.11.2005 06:30
Tími ríkisstjórnar Merkel strax á enda? Ríkisstjórn Angelu Merkel í Þýskalandi var spáð tveggja ára líftíma eftir kosningarnar fyrir mánuði. Stjórnin hefur reyndar ekki ennþá verið mynduð en tími hennar virðist engu að síður liðinn. 3.11.2005 20:30
Skotbardagar í fátækrahverfi í París Skotbardagar brutust út í einu af fátækustu úthverfum Parísarborgar í nótt en blóðug átök hafa staðið þar allar nætur í viku. Kveikt hefur verið í hundruðum bifreiða og ráðist inn í skóla, verslanir og stofnanir. 3.11.2005 19:45
Mikil leynd yfir fangelsum Mikil leynd hvílir yfir dularfullum fangelsum þar sem meintir hryðjuverkamenn eru yfirheyrðir. Yfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum áttu erfitt með að svara spurningum fréttamanna um málið í dag. 3.11.2005 19:24
Ritsjóri The Sun fangelsuð vegna líkamsárásar Ritstjóri dagblaðsins The Sun í Bretlandi, Rebekah Wade, var handtekin í morgun vegna árásar á eiginmann sinn, leikarann, Ross Kemp. Málsatvik voru þau að lögreglan var kölluð að heimili þeirra vegna óláta og þegar komið var á staðinn stórsá á eiginmanni hennar og var hann meðal annars skorinn í andliti. 3.11.2005 17:15
Berlusconi segist hafa stafað ógn af sprengjumanni Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að sjálfsmorðsárásarmaður hafi ætlað að ráða hann af dögum á knattspyrnuleik. Hann sakar einnig pólitíska andstæðinga sína um að auka hættuna á hryðjuverkaárásum í landinu með því að draga heilindi hans í efa. 3.11.2005 16:15
Bíll ræningjanna fundinn Mennirnir sem rændu peningaflutningabíl Securitas norður af Gautaborg í morgun ganga enn lausir. Bíllinn sem þeir notuðu við ránið er fundinn en enn stendur yfir víðtæk leit að mönnunum. 3.11.2005 15:30
Réttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum hefjast í Belgíu Réttarhöld hófust í Belgíu í dag yfir þrettán mönnum sem taldir eru tilheyra hryðjuverkahópi sem sakaður er um að hafa staðið á bak við hryðjuverkaárásir á lestarstöðvum í Madríd í fyrra þar sem hátt í 200 manns létust. 3.11.2005 14:58
Fíkniefni fyrir um 550 milljónir í skipi í Noregi Fíkniefni fyrir um 550 milljónir íslenskra króna fundust í suðuramerísku skipi í Norðlandsfylki í Norður-Noregi í dag. Farmurinn fannst við hefðbundið eftirlit. Talið er að um kókaín hafi verið að ræða, en það hefur þó ekki fengist staðfest. 3.11.2005 14:12
Fuglaflensa greinist í sjötta Evrópulandinu Fuglaflensan hefur greinst í sjötta Evrópulandinu en svanur sem kom frá Ungverjalandi bar H5N1 afbrigði fuglaflensunnar með sér til Króatíu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu landbúnaðarráðherra Króatíu sem hann sendi frá sér í gær. 3.11.2005 13:08
Engin fangelsi á vegum CIA í Rúmeníu Forsætisráðherra Rúmeníu sagði í dag að engin fangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, væru í landinu. Þá hafa stjórnvöld í Tékklandi sagst hafa hafnað óskum bandarískra stjórnvalda um að fá að reka slíkt fangelsi þar í landi. 3.11.2005 12:51
Dönsk kona læst inni á baðherbergi í viku Fjörutíu og fimm ára dönsk kona, búsett í Hjörning, er frjáls á ný eftir að hafa verið læst inni á baðherberginu heima hjá sér í heila viku. Þegar ekkert hafði heyrst til konunnar í heila sjö daga var lögreglu gert viðvart. Kom í ljós að læsing hurðarinnar hafði hlaupið í baklás. 3.11.2005 11:15
2000 andlát á breskum sjúkrahúsum vegna mistaka Meira en tvö þúsund andlát á breskum sjúkrahúsum á síðasta ári má rekja til mistaka og skorts á öryggisþáttum við umönnun sjúklinganna. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var af opinberum aðilum og segir frá í nýrri skýrslu. Á meðal þess sem leiddi sjúklingana til dauða var röng lyfjagjöf og bilun í tækjum sjúkrahúsanna. 3.11.2005 10:45
Þaulskipulagt rán framið í Svíþjóð Grímuklæddir ræningjar, vopnaðir sjálfvirkum byssum og sprengiefni, réðust á peningaflutningabíl norður af Gautaborg í Svíþjóð rétt fyrir klukkan átta í morgun að íslenskum tíma. Tveir öryggisverðir særðust í árásinni og voru fluttir á sjúkrahús en ekki er enn vitað hversu alvarlegt það er. Ræningjarnir höfðu sett upp naglamottur á nokkrum stöðum til að hindra aðkomu lögreglu. 3.11.2005 09:51
Karl Bretaprins og Camilla í Hvíta húsinu Karl Bretaprins og Camilla eiginkona hans snæddu kvöldverð með forsetahjónunum í Hvíta húsinu í gær en þau eru í vikulangri opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Umræðuefnið var sterkt samband þjóðanna tveggja, sérstaklega eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001. 3.11.2005 09:19
Sprengjuárás í Baska-héraði í nótt Sprengja sprakk í bænum Zarautz á Spáni í nótt. Svo virðist sem enginn hafi særst í árásinni en sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslutunnu við götu í bænum. Önnur sprengja, sem fannst nærri dómshúsinu í bænum, hafði verið gerð óvirk af lögreglu skömmu áður. 3.11.2005 09:16
Peningaflutningabíll rændur í Svíþjóð Fyrir um klukkustund var ráðist á peningaflutningabíl rétt fyrir utan Gautaborg í Svíþjóð. Síðast þegar fréttist var sjúkrabíll á leið á staðinn en talið er að öryggisverðirnir sem í bílnum voru hafi slasast í árásinni. Svo virðist sem að um mjög vel skipulagt rán sé að ræða. 3.11.2005 09:07
Evran tekin upp á Kýupur Kýpverjar taka upp evruna 1. janúar árið 2008. Yfirvöld á Kýpur höfðu gert sér vonir um að sameinast myntbandalaginu árið 2007 en sökum gríðarlegs fjárlagahalla verður ekkert úr því. 3.11.2005 08:45
CIA neitar að tjá sig Bandaríska leyniþjónustan CIA neitar að tjá sig um fregnir bandaríska dagblaðsins The Washington Post þess efnis að Bandaríkjamenn hafi beitt meinta al-Qaida liða pyntingum í leynilegum fangelsum í Austur-Evrópu og víðar um heiminn. 3.11.2005 08:29
Viðbúnaðaráætlun vegna flensu samþykkt í Danmörku Ríkisstjórn Danmerkur hefur samþykkt viðbúnaðaráætlun vegna hugsanlegs fuglaflensufaraldurs í landinu. Samkvæmt áætluninni verða keyptar meiri birgðir af inflúensulyfinu Tamiflu sem eiga að duga 19 prósentum dönsku þjóðarinnar. 3.11.2005 08:15
30 féllu og 150 særðust í Addis Ababa Að minnsta kosti þrjátíu manns féllu og um 150 særðust í átökum lögreglu og stjórnarandstæðinga í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, í gær. Íslenskir kristniboðar eru að störfum í broginni. 3.11.2005 07:53
Ástandið orðið hættulegt segir Chiraq Jacques Chiraq Frakklandsforseti segir lögregluna verða að taka á óeirðum sem geisað hafa í níu úthverfum Parsíar undanfarna viku, og það strax. Hann segir ástandið orðið hættulegt en miklar deilur hafa orðið innan ríkisstjórnarinnar vegna málsins. 3.11.2005 07:36
Á annan tug fórst í árás Talið er að í það minnsta tuttugu manns hafi beðið bana og sextíu særst í sjálfsmorðsárás í bænum Musayyib í Suður-Írak í gær. Einn fórst í bílsprengjuárás í Kirkuk norðar í landinu. 3.11.2005 06:30
Telja Bandaríkjastjórn hafa fangelsað 70 þúsund manns Talið er að bandarísk yfirvöld hafi frá árinu 2001 haft forgöngu um að fangelsa 70 þúsund manns víðs vegar um veröldina. Þrátt fyrir að Alþjóða Rauði krossinn hafi ítrekað farið fram á að fá upplýsingar um fólkið og þær aðstæður sem það býr við hafa bandarísk yfirvöld engu svarað. 2.11.2005 19:45
Ísraelsher skaut palestínskan uppreisnarmann Ísraelskir hermenn skutu palestínskan uppreisnarmann til bana nærri bænum Jenín á Vesturbakkanum í dag í áhlaupi Ísraelshers. Bráðaliðar og vitni segja uppreisnarmanninn hafa tilheyrt al-Aqsa herdeildunum, vopnuðum væng Fatah-hreyfingarinnar, og að hann hafi fallið í byssubardaga við hersveitirnar. 2.11.2005 18:30
Háttsettur al-Qaida liði slapp úr haldi Bandaríkjamanna Háttsettur al-Qaida liði slapp úr haldi Bandaríkjamanna í Afganistan í sumar. Þetta staðfesti ónafngreindur starfsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins við Reuters-fréttastofuna í dag. Kúveitinn Omar al-Faruq var gripinn í Indónesíu árið 2002 og afhentur Bandaríkjamönnum, en hann er talinn einn af hæstsettu mönnum innan al-Qaida í Suðaustur-Asíu. 2.11.2005 18:00