Erlent

Íranar rétta fram sáttahönd

Isfahan-verið í Íran þar sem Íranar hafa nýverið hafið vinnslu úrans.
Isfahan-verið í Íran þar sem Íranar hafa nýverið hafið vinnslu úrans. MYND/AP

Evrópusambandið fer nú yfir nýjar tillögur Írana um að hefja aftur viðræður vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Viðræður hafa legið niðri frá því í ágúst en þá höfnuðu Íranar tilboði ESB um ýmiss konar aðstoð á sviði efnahagsmála og stjórnmála gegn því að þeir legðu kjarnorkuáætlun sín á hilluna. Íranar hafa síðan þá byrjað að vinna úran á þann hátt að hægt er að nota það í kjarnorkusprengjur, en vesturveldin óttast einmitt að kjarnorkuáætlunin sé yfirvarp og að Íranar ætli að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Því hafa Íranar alla tíð neitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×