Erlent

Fuglaflensa geti kostað iðnríkin 33 þúsund milljarða

MYND/AP

Alþjóðabankinn segir að fuglaflensa gæti kostað hinar iðnvæddu þjóðir heims allt að 550 milljarða dollara, jafnvirði 33 þúsund milljarða íslenskra króna, ef hún yrði að faraldri og færi að berast á milli manna.

Í skýrslu sem bankinn birti um málið í dag kemur fram að á bilinu 100 til 200 þúsund manns gætu látist af völdum veikinnar í Bandaríkjunum einum og að landið yrði af sex til tólf þúsund milljörðum króna. Bankinn sagði hins vegar að það væri ekki við hæfi að reikna út hvert tapið yrði í þróunarlöndum þar sem heilbrigðiskerfi í þeim löndum væri ekki eins og gott og því mætti búast við mun fleiri dauðsföllum þar en hjá ríkari þjóðum.

Skýrsla Alþjóðabankans verður lögð fram á fundi sérfræðinga í heilbrigðismálum í Genf þar sem ræða á leiðir til að takast á við fuglaflensufaraldur ef hann kemur upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×