Erlent

Hátt olíuverð dró úr hrefnuveiðum við Noreg

MYND/AP

Norskir hrefnuveiðimenn veiddu ekki nema 639 af þeim 796 dýrum, sem heimilt var að veiða í ár, en vertíðinni er lokið. Það þýðir að 157 dýr eru óveidd í ár. Reuters-fréttastofan hefur það eftir norskum hvalveiðimönnum að hátt olíuferð hafi dregið úr sókninni og svo hafi verið þrálát bræla, en skytturnar eiga erfitt með að finna hrefnur í öldugangi. Reuters segir svo í lokin að Norðmenn, Íslendingar og Japanar séu aðal hvalveiðiþjóðirnar í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×