Erlent

15 handteknir vegna gruns um að vera skipuleggja hryðjuverkaárás

15 manns voru handteknir í Sydney og Melbourne í Ástralíu í dag, en talið er að fólkið hafi verið að skipuleggja stórfellda hryðjuverkaárás og þá hugsanlega í Ástralíu. Lögreglan telur að undirbúningur hryðjuverkaárásarinnar hafi verið á lokastigi. Ástralskar hersveitir hafa verið staðsettar í Afganistan og Írak en hingað til hefur engin hryðjuverkaárás verið gerð í Ástralíu. Sex manns voru handteknir í Sydney en níu í Melbourne og hefur fólkið verið í yfirheyrslum í dag.--




Fleiri fréttir

Sjá meira


×