Erlent

Kosningar í Aserbædjan í dag

Mynd/AP
Íbúar Aserbædjan ganga til þingkosninga í dag. Ekki er reiknað með neinum breytingum, enda er stjórnarandstöðunni ekki leyft að starfa nema að afar takmörkuðu leyti. Kosningastjóra stærstu stjórnarandstöðuhreyfingarinnar var þó sleppt úr fangelsi í dag. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar höfðu vonast til að geta virkjað borgarana og komið af stað byltingu álíka rauðgulu byltingunni sem varð í Úkraínu í fyrra, en yfirvöld hafa tekið hart á öllum slíkum tilburðum og munu því örugg um að halda völdum enn um sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×