Erlent

Sprengja sprakk í Mógadishu

Þrír létust og minnst tuttugu særðust þegar öflug sprengja sprakk í Mógadishu, höfuðborg Sómalíu í dag. Allt útlit er fyrir að um árás hafi verið að ræða og að ætlunin hafi verið að ráða forsætisráðherrann Mohammad Al Gedi af dögum. Sprengjan sprakk nærri bílalest ráðherrans, en í dag hófst opinber heimsókn hans til borgarinnar, þar sem mikil óöld hefur ríkt undanfarið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×