Erlent

Óeirðirnar versna enn

Þrettán hundruð bílar voru brenndir og kveikt var í skólum og pósthúsi í Frakklandi í gærkvöldi. Þetta er versta kvöld óeirðanna til þessa, hið tíunda í röð, en lögregla handtók á fjórða hundrað brennuvarga. Ólætin voru í úthverfum Parísar, en hafa einnig breiðst út til annarra borga svo sem Strassburg, Tulouse og Nantes. Nú eru mótmælendur einnig farnir að færa sig nær miðborg Parísar og var til dæmis kveikt í fjórum bílum á Place de la Republique í miðborginni og fleirum í sautjánda hverfi. Lögregla og slökkvilið þeyttist um til að reyna að hafa hendur í hári gerendanna og til að slökkva að því er virtist endalausa elda sem kveiktir voru jafnharðan og tókst að slökkva. Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra heitir þungum dómum yfir forsprökkum óeirðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×