Erlent

Segir að pyntingar viðgangist ekki

Bandaríkjaforseti neitar því að pyntingar séu meðal úrræða sem gripið sé til í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Hann segir hins vegar að Bandaríkin geri allt sem hægt sé til að klekkja á þeim sem vilji þeim illt.

Bush er ekki á því að óeðlilegum aðferðum sé beitt til að fá upplýsingar frá meintum hryðjuverkamönnum, heldur sé beitt þeim aðferðum sem til þarf og það með réttu.

Bush: „Við finnum hryðjuverkamenn og látum þá svara til saka. Við söfnum upplýsingum um hvar hryðjuverkamenn kunna að leynast. Við erum að reyna að trufla áæltanir þeirra. Hvað sem við gerum til að ná því markmiði er innan ramma laganna. Við beitum ekki pyndingum." „Það er óvinur sem lúrir, leggur á ráðin og bruggar launráð um að skaða Bandaríkin á nýjan leik. Þú getur verið fullviss um að við munum elta þá uppi af fullri hörku, en við munum fara að lögum. Ég er sannfærður um að þegar fólk horfir á staðreyndirnar mun það sjá að við eigum enn mikið verk óunnið og eins að við verðum að verjast sem mest við meigum innan ramma laganna."

Bush svaraði engu um leynileg fangelsi þar sem meintir hryðjuverkamenn eru pyntaðir, leyniflugvélar CIA sem flytja meinta hryðjuverkamenn nauðuga á milli landa eða tilraunir Hvíta hússins til að fá undanþágu fyrir leyniþjónustuna frá nýjum lögum sem banna pyntingar meintra hryðjuverkamanna. Þögnin um þessi mál er slík að stjórnvöld víða um heim, meðal annars hér á landi, sem óskað hafa eftir skýringum á fangelsum og flugferðum, fá engin svör.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×