Erlent

Segir kosningar ekki hafa staðist alþjóðlegar kröfur

Frá talningu atkvæða í Bakúy, höfuðborg Aserbaídjans.
Frá talningu atkvæða í Bakúy, höfuðborg Aserbaídjans. MYND/AP

Kosningarnar í Aserbaídjan stóðust ekki alþjóðlegar kröfur um lýðræðislegar kosningar þótt nokkrur framþróun hafi orðið frá síðustu kosningum. Þetta segir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, en fulltrúar hennar fylgdust með kosningunum sem fram fóru um helgina.

Með þessu tekur stofnunin að hluta til undir orð stjórnarandstöðunnar í landinu sem sagði að svindlað hefði verið í kosningunum. Flokkur Ilhams Alievs, forseta Aserbaídjans, fór með sigur af hólmi. Búist er við að fleiri vestrænir eftirlitsmenn tjái sig um kosningarnar í dag en stjórnarandstaðan hefur boðað til mótmæla á götum úti á morgun vegna úrslitanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×