Erlent

Mistókst að ráða héraðsstjóra af dögum

Sjálfsmorðsárásarmaður særðist þegar hann reyndi að sprengja sig og bíl sinn í loft upp fyrir utan skriftstofu héraðsstjórans í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í morgun. Árásin var gerð skömmu fyrir fund leiðtoga í héraðinu en enginn annar en árásarmaðurin særðist. Talsmaður uppreisnarmanna úr röðum talibana sagði manninn hafa verið á þeirra vegum og að markmiðið hefði verið að ráða leiðtogana af dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×