Erlent

Kínverjar lóga fiðurfénaði

Mynd/AP
Öllum fiðurfénaði í norðausturhluta Kína verður lógað fyrir mánudag til að hindra útbreiðslu fuglaflensu. Sautján hundruð embættismenn hafa verið sendir á staðinn með her- og lögregluvernd, til að lóga fuglunum, en þeir eru allt að ein milljón talsins. Þetta er í fjórða sinn á einum mánuði sem kínversk yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða vegna fuglaflensuveirunnar. Þrír fuglahirðar á svæðinu hafa greinst með lungnabólgu, en enn á eftir að rannsaka hvort það tengist fuglunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×