Erlent

Sprengjuárás fyrir utan lögregluvarðstöð

Níu manns fórust og tíu manns særðust þegar bílasprengja sprakk í suðurhluta Bagdad í dag. Sprengjan sprakk nálægt lögregluvarðstöð en sex þeirra sem fórust voru lögreglumenn. Þetta er önnur sprengjan sem springur í borginni í dag. Aðeins nokkrum tímum áður sprakk sprengja nálægt háskóla í austurhluta Bagdad með þeim afleiðingum að fjórir fórust og sex mann særðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×