Erlent

Veggur féll við Hringleikahúsið í Róm

Mynd/Vísir
Hluti veggs brotnaði niður við Hringleikahúsið í Róm á Ítalíu í morgun. Mikið mildi þykir að enginn hafi slasast en Hringleikahúsið er einn vinsælasti ferðamannastaður Rómaborgar.

Um 15 metra langur hluti brotnaði úr vegg og féll yfir vinsæla gönguleið sem liggur til Títusarbogans og Hringleikahússins. Ekki var búið að opna svæðið fyrir ferðamönnum en hefði svo verið, hefðu hugsanlega einhverjir slasast. Árið 2003 brotnaði niður hluti af sama vegg en þá var ekki talið að sá hluti sem féll í morgun, væri í slæmu ásigkomulagi.
 
 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×