Erlent

Mannskæðasti hvirfilbylur í Bandaríkjunum hingað til

Eastbrook hjólhýsagarðurinn er rústir einar eftir hvirfilbylinn.
Eastbrook hjólhýsagarðurinn er rústir einar eftir hvirfilbylinn. Mynd/AP

Nú er ljóst að 23 manns fórust og meira en 200 manns særðust vegna hvirfilbylsins sem fór yfir suðvesturhluta Indiana fylkis og norðurhluta Kentuckyfylkis í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags. Fjöldi heimilla eru rústir einar en íbúar í hjólhýsagörðum urðu hvað verst úti.

Ljóst er að eyðirleggingin er sums staðar gríðarlega mikil. Mest varð eyðileggingin í Eastbrook hjólhýsagarðinum í bænum Evansville í Indiana fylki en þar fórust alls 18 manns. Fólk sem er búsett í hjólhýsum er hvað verst búið þegar hvirfilbylur fer yfir en kjallarar, líkt og eru í flestum húsum og byggingum á þessum slóðum, veita fólki mikið skjól. Hvirfilbylurinn sem fór yfir Indiana og Kentucky fylki er sá mannskæðasti í Bandaríkjunum það sem af er árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×