Fleiri fréttir Stoltenberg vinsæll Jens Stoltenberg, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir þegar nokkrar vikur eru til þingkosninga í Noregi. 15.8.2005 00:01 Tveir dóu í bílsprengjuárás Öflug bílsprengja var sprengd fyrir utan veitingastað í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í gær og létust tveir í tilræðinu. 15.8.2005 00:01 Vilja aðstoð að utan Lík Lakshman Kadirgamar, utanríkisráðherra Srí Lanka sem myrtur var fyrir helgi, var brennt í gær og var þjóðarsorg lýst yfir í landinu við sama tækifæri. Afar ströng öryggisgæsla var við athöfnina. 15.8.2005 00:01 Bush dæmdur fyrir ýmis myrkraverk Bandarísk stjórnvöld hlutu þungan dóm í miklum réttarhöldum sem fram fóru í Venesúela um helgina. 15.8.2005 00:01 Friðarsamkomulag undirritað Indónesíska ríkisstjórnin og uppreisnarmenn í Aceh-héraði á Súmötru skrifuðu í gær undir friðarsamkomulag. Þar með er vonast til þess að þriggja áratuga löngum átökum, sem kostað hafa 15.000 mannslíf, sé lokið. 15.8.2005 00:01 Grétu vegna brottflutnings Ísraelskir lögregluþjónar og landnemar grétu saman þegar brottflutningur hófst frá stærstu landnemabyggð gyðinga á Gaza-svæðinu í dag. 15.8.2005 00:01 Mikil sorg á Kýpur eftir flugslys Mikil sorg ríkir á Kýpur og í Grikklandi vegna flugslyssins sem varð í grennd við Aþenu í gær. Enn berast misvísandi fréttir af hvað olli því að farþegaþotan með 121 mann innanborðs flaug beint á fjall. Grískur embættismaður hefur sagt að mörg líkin hafi verið gegnumfrosin sem bendi til þess að jafnþrýstibúnaður vélarinnar hafi gefið sig skyndilega í mikilli hæð þar sem frost er um og yfir 40 gráður. 15.8.2005 00:01 Marglyttur hrjá ferðamenn á Spáni Marglyttur í milljónatali hrjá nú ferðamenn á Miðjarðarhafsströnd Spánar. Sums staðar er varla þorandi að fara í sjóinn. 15.8.2005 00:01 60 ár frá uppgjöf Japana Forsætisráðherra Japans baðst í dag afsökunar á framferði Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Sextíu ár eru frá því Japanar gáfust upp í stríðinu. 15.8.2005 00:01 Berjast gegn nauðungarhjónaböndum Norðmenn ætla að láta Útlendingastofnun sína yfirheyra pakistönsk pör sem vilja giftast þar í landi til að tryggja að það séu ekki nauðungarhjónabönd. 15.8.2005 00:01 Flugslys í Grikklandi Talið er að allir hafi farist þegar flugvél með hundrað og sextán manns innanborðs flaug á fjall um þrjátíu kílómetra norðan við Aþenu, höfuðborg Grikklands í morgun. 14.8.2005 00:01 Brottfluttir flóttamenn snúa aftur Írakskir flóttamenn með dvalarleyfi í Danmörku, hafa eins árs umhugsunarfrest eftir að þeir fara heim. Ef þeir vilja snúa aftur til Danmerkur innan árs, er þeim það heimilt. Í danska dagblaðinu Politiken segir í dag að frá stríðslokum vorið 2003 hafa um tvö hundruð og fimmtíu Írakar flutt til baka til Írak. 14.8.2005 00:01 Mannrán í Írak Ekkert lát virðist á mannránum í Írak. Framkvæmdastjóra írakska Seðlabankans, Hasib Juwaid, var rænt í dag. Að sögn vitna réðist hópur vopnaðra manna að honum fyrir utan heimili hans í austurhluta Bagdad, þröngvaði honum inn í bíl og ók á brott á ofsahraða. 14.8.2005 00:01 Hryðjuverk yfirvofandi í september Hryðjuverkamenn á vegum al-Qaeda leggja á ráðin um árásir í Bandaríkjunum og í Lundúnum. Þeir ætla að ræna bensínflutningabílum og öðrum farartækjum sem flytja eldfim efni og aka þeim á bensínstöðvar í sjálfsmorðsárásum. 14.8.2005 00:01 Mótmæltu andstöðu við kjarnorku Um það bil þrjú hundruð íranskir námsmenn á harðlínukantinum fleygðu bæði tómötum og grjóti í breska sendiráðið í Teheran fyrr í dag. Einnig hrópuðu þeir slagorð gegn bresku ríkistjórninni. 14.8.2005 00:01 Enn talsverður fjöldi strandaglópa Enn er fjöldi farþega British Airways strandaður víðvegar um heiminn og segja talsmenn félagsins hætt við því að ekki verði hægt að koma öllum á áfangastað fyrr en næstkomandi fimmtudag, viku eftir skæruverkfall starfsfólks á Heathrow. Nokkuð er um að strandaglóparnir séu ósáttir við að njóta ekki forgangs fram yfir aðra farþega flugfélagsins. 14.8.2005 00:01 Frestur landnema rennur út í kvöld Frestur landnema á Gaza-ströndinni til að yfirgefa heimili sín rennur út á miðnætti. Þeir sem þráast við verða bornir út með valdi þegar líður á vikuna. Því fer fjarri að gyðingarnir níu þúsund sem búa á Gaza séu allir sáttir við að þurfa að fara en fjörutíu ár eru síðan Ísraelar hertóku Gazaströndina. 14.8.2005 00:01 Ítalskur kafbátur fór landleiðina Ítalskur kafbátur sem lagði upp í sitt síðasta ferðalag frá Sikiley fyrir fjórum árum, náði loks áfangastað í Mílanó í dag. Enrico Toti var smíðaður skömmu eftir seinna stríð og átti að verða aðalskrautfjöðrin í Leonardo Da Vinci tækni- og vísindasafninu í Mílanó. 14.8.2005 00:01 Andfélgsleg hegðun nudduð á brott Yfirvöld í Gorton í Bretlandi bjóða uppá nýstárlega aðferð við að koma reglu og skikki á vandræðaunglinga í borginni. Unglingarnir sem búa í alræmdu fátækrahverfi, hafa flestir sýnt andfélagslega hegðun og komist í kast við lögin með einhverjum hætti.Nú hefur stór hópur þeirra verið skyldaður til þess að læra handa og handleggjanudd. 14.8.2005 00:01 Orsök flugslyssins enn ókunn Talið er fullvíst að enginn hafi lifað af þegar flugvél með hundrað tuttugu og einn mann innanborðs flaug beint á fjall skammt norðan við Aþenu, höfuðborg Grikklands í morgun. Tildrög slyssins eru enn ókunn. 14.8.2005 00:01 Teikningar varpa ljósi á hörmungar Teikningar barna í Darfur-héraði staðfesta að súdanska ríkisstjórnin hafi staðið á bak við herferðina þar undanfarin misseri, að mati tveggja starfsmanna mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem hafa unnið með börnum í héraðinu. 14.8.2005 00:01 Samansafn af afturhaldssinnum Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hefur tilnefnt 21 ráðherra í ríkisstjórn sína. Eru ráðherrarnir flestir taldir örgustu afturhaldssinnar og andsnúnir þeim umbótum sem fyrirrennarar þeirra á síðasta kjörtímabili hafa staðið fyrir. 14.8.2005 00:01 Óvissa um nýja stjórnarskrá Enn er ágreiningur meðal trúarhópa í Írak um nokkur atriði í uppkasti að stjórnarskrá landsins. Lokafrestur á að leggja stjórnarskrána fyrir þingið er í dag og skiptar skoðanir eru um hvort það takist. Súnníar neita alfarið að samþykkja að Írak verði sambandsríki. 14.8.2005 00:01 Breytingar í utanríkismálum Kurmanbek Bakijev, forseti Kirgisistan, hefur verið vígður í embætti. Í innsetningarræðu sinni sagði forsetinn að Kirgisistan myndi halda áfram að marka sér sjálfstæða utanríkisstefnu. Í landinu eru nú bæði bandarískar og rússneskar hersveitir og hefur það valdið nokkurri togstreitu vegna þess að Kirgisistan er sérstaklega vel staðsett frá hernaðarlegu sjónarmiði. 14.8.2005 00:01 Áætlun á réttan kjöl Flugáætlun breska flugfélagsins British Airways er loks að komast á réttan kjöl eftir að starfsmenn þess fóru í verkfall fyrir helgi. Þó eru enn farþegar sem bíða eftir að komast á áfangastaði sína og hafa sumir nú beðið í fjóra daga eftir flugi. 14.8.2005 00:01 Reglur nái til vefsíða Búist er við að nýjar reglur um sæðisgjöf verði settar fram í Bretlandi á allra næstu dögum. Eins og staðan er núna þurfa heimasíður sem bjóða upp á sæði til kaups ekki að uppfylla sömu skilyrði og heilsugæslustöðvar þar sem sæðing fer fram. 14.8.2005 00:01 Tólf Tamílar handteknir Tólf Tamílar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á utanríkisráðherra Srí Lanka fyrir helgi. Um er að ræða ellefu karla og eina konu sem er verið að yfirheyra eins og stendur. Telja yfirvöld að nú sé fullvíst að klofningshópur innan uppreisnarhópsins Tamíl-Tígra standi að baki morðinu. 14.8.2005 00:01 Enginn lifði af flugslys Hundrað tuttugu og einn lét lífið þegar flugvél kýpverska flugfélagsins Helios brotlenti í nágrenni við Aþenu í gær. Sjónarvottar segja að flugvélin hafi flogið inn í hæðótt landslagið norðan við borgina og að kviknað hafi í henni um leið og hún lenti. Brak dreifðist yfir stórt svæði og í kjölfarið braust út mikill eldur sem læsti sig í skógi vaxið umhverfið. 14.8.2005 00:01 Búseta Ísraela á Gaza bönnuð Ísraelar innsigluðu Gaza á miðnætti í nótt og mörkuðu þannig formlegt upphaf brottflutnings landnema frá svæðinu. Búseta Ísraela þar er nú ólögleg. 14.8.2005 00:01 Lifði af 400 stungur Kona á níræðisaldri er á batavegi eftir að hún hlaut fjögur hundruð býflugnastungur skömmu fyrir helgi. Býflugurnar komu frá vegg geymsluhúsnæðis við heimili konunnar, að því er fram kemur á fréttavef CNN. 14.8.2005 00:01 Sanna hið gagnstæða Aðalsamningamaður Norður-Kóreumanna í kjarnorkudeilunni við Bandaríkjamenn segir stjórn sína jafnvel tilbúna að sanna að landið haldi ekki úti vopnaáætlun sem byggir á úraníum. 14.8.2005 00:01 Vilja sanna hið gagnstæða Aðalsamningamaður Norður-Kóreumanna í kjarnorkudeilunni við Bandaríkjamenn segir stjórn sína jafnvel tilbúna að sanna að landið haldi ekki úti vopnaáætlun sem byggir á úraníum. </font /> 14.8.2005 00:01 Bush tilbúinn að beita valdi Bush Bandaríkjaforseti sagði í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð í dag að honum fyndist koma til greina að beita Írana valdi til að fá þá til að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Bush sagði engar leiðir útilokaðar, þótt bein árás væri auðvitað síðasta úrræðið. 13.8.2005 00:01 Flug BA enn í ólagi Enn eru þúsundir farþega British Airways strandaglópar um allan heim þó að starfsmenn sem voru í verkfalli á Heathrow-flugvelli hafi snúið til vinnu í gærdag. 13.8.2005 00:01 Neyðarlög á Sri Lanka Yfirvöld á Sri Lanka hafa sett í gildi neyðarlög í landinu, eftir að utanríkisráðherra landsins, Lakshman Kadirgamar var skotinn til bana í gærkvöldi. Lögreglan hefur ásakað hreyfingu Tamíltígra um að bera ábyrgð á morðinu, en hún neitar því að hafa haft nokkuð með það að gera. 13.8.2005 00:01 Ítalir tínast frá Írak Ítalir hafa þegar hafið brottflutning hersveita sinna frá Írak, mánuði á undan áætlun. Heimildamaður Reuters-fréttastofunnar í varnarmálaráðuenytinu í Róm, segir ástæðuna fyrst og fremst vera fjárhagslega, en ekki pólitíska. 13.8.2005 00:01 Ný stjórnarskrá Íraka í augsýn "Ef Guð lofar, verður hún tilbúin á morgun," sagði Jalal Talabani, forseti Íraks á blaðamannafundi í dag, um stjórnarskrána írösku. Stjórnarskráin hefur verið mjög lengi í smíðum og mikið hefur verið deilt um innihaldið. 13.8.2005 00:01 Biðlistar í kristna einkaskóla Langir biðlistar eru við meira en helming allra kristnu einkaskólanna í Danmörku. Í suma þarf að skrá börnin strax við fæðingu til að þau eigi möguleika á að komast inn þegar skólaaldri er náð. 13.8.2005 00:01 Mengun í Malasíu Neyðarástandi vegna loftmengunar hefur verið aflétt á tveimur stöðum í Malasíu og sást til himna í Kúala Lumpur í fyrsta sinn um margra vikna skeið. Mengunin hefur verið yfir hættumörkum um hríð og er ástandið verra en um átta ára skeið. 13.8.2005 00:01 Harka í þýsku kosningabaráttunni Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands hóf kosningabaráttu sína með formlegum hætti í dag. Kristilegir demókratar hafa langtum meira fylgi í skoðanakönnunum, en Schröder virðist ætla að treysta á eigin persónutöfra, reynsluleysi andstæðings síns, Angelu Merkel, og innanflokksdeilur hjá kristilegum til að hífa fylgið upp. 13.8.2005 00:01 Óttast óöld á Sri Lanka Neyðarlög hafa tekið gildi á Sri Lanka, eftir að utanríkisráðherra landsins var skotinn til bana í gærkvöldi. Allt er þó með kyrrum kjörum í höfuðborginni að sögn íslensks starfsmanns Alþjóða rauða krossins þar. Óttast er að morðið verði til þess að þriggja ára vopnahlé milli Tamíltígra og yfirvalda rofni. 13.8.2005 00:01 Upptökur gerðar opinberar Hljóðupptökur af síðustu augnablikum fólks sem var í tvíburaturnunum ellefta september voru gerðar opinberar í New York í gær. 13.8.2005 00:01 Friðarvilji í Indónesíu Fulltrúar indónesískra stjórnvalda og uppreisnarmanna í Aceh-héraði á Súmötru komu í dag til Helsinki í Finnlandi til að skrifa undir friðarsamkomulag.Uppreisnarmenn hafa í tæp þrjátíu ár barist fyrir sjálfstæði Aceh-héraðs en indónesísk stjórnvöld hafa barið uppreisnina niður með miklu ofbeldi og hafa að minnsta kosti fimmtán þúsund manns látið lífið í þeim átökum 13.8.2005 00:01 Engin höfuðpaur bak við hryðjuverk Engin tengsl voru á milli árásarmannanna sem bönuðu 52 þann sjöunda júlí og þeirra sem gerðu tilraun til hryðjuverkaárása 21. júlí. Þetta eru frumniðurstöður hryðjuverkarannsóknar breskra löggæslustofnana sem The Independent greindi frá í gær. 13.8.2005 00:01 Vopnaðir á vellinum Lögregla fór inn á áhorfendapalla í gær og handtók ellefu manns meðan leikur Queens Park Rangers og Sheffield í ensku fyrstu deildinni stóð yfir í gær. Mennirnir voru vopnaðir og höfðu að sögn lögreglu ógnað lífi Gianni Paladini, stjórnarformanni QPR. Ekki er vitað hvað vakti fyrir mönnunum. 13.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Stoltenberg vinsæll Jens Stoltenberg, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir þegar nokkrar vikur eru til þingkosninga í Noregi. 15.8.2005 00:01
Tveir dóu í bílsprengjuárás Öflug bílsprengja var sprengd fyrir utan veitingastað í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í gær og létust tveir í tilræðinu. 15.8.2005 00:01
Vilja aðstoð að utan Lík Lakshman Kadirgamar, utanríkisráðherra Srí Lanka sem myrtur var fyrir helgi, var brennt í gær og var þjóðarsorg lýst yfir í landinu við sama tækifæri. Afar ströng öryggisgæsla var við athöfnina. 15.8.2005 00:01
Bush dæmdur fyrir ýmis myrkraverk Bandarísk stjórnvöld hlutu þungan dóm í miklum réttarhöldum sem fram fóru í Venesúela um helgina. 15.8.2005 00:01
Friðarsamkomulag undirritað Indónesíska ríkisstjórnin og uppreisnarmenn í Aceh-héraði á Súmötru skrifuðu í gær undir friðarsamkomulag. Þar með er vonast til þess að þriggja áratuga löngum átökum, sem kostað hafa 15.000 mannslíf, sé lokið. 15.8.2005 00:01
Grétu vegna brottflutnings Ísraelskir lögregluþjónar og landnemar grétu saman þegar brottflutningur hófst frá stærstu landnemabyggð gyðinga á Gaza-svæðinu í dag. 15.8.2005 00:01
Mikil sorg á Kýpur eftir flugslys Mikil sorg ríkir á Kýpur og í Grikklandi vegna flugslyssins sem varð í grennd við Aþenu í gær. Enn berast misvísandi fréttir af hvað olli því að farþegaþotan með 121 mann innanborðs flaug beint á fjall. Grískur embættismaður hefur sagt að mörg líkin hafi verið gegnumfrosin sem bendi til þess að jafnþrýstibúnaður vélarinnar hafi gefið sig skyndilega í mikilli hæð þar sem frost er um og yfir 40 gráður. 15.8.2005 00:01
Marglyttur hrjá ferðamenn á Spáni Marglyttur í milljónatali hrjá nú ferðamenn á Miðjarðarhafsströnd Spánar. Sums staðar er varla þorandi að fara í sjóinn. 15.8.2005 00:01
60 ár frá uppgjöf Japana Forsætisráðherra Japans baðst í dag afsökunar á framferði Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Sextíu ár eru frá því Japanar gáfust upp í stríðinu. 15.8.2005 00:01
Berjast gegn nauðungarhjónaböndum Norðmenn ætla að láta Útlendingastofnun sína yfirheyra pakistönsk pör sem vilja giftast þar í landi til að tryggja að það séu ekki nauðungarhjónabönd. 15.8.2005 00:01
Flugslys í Grikklandi Talið er að allir hafi farist þegar flugvél með hundrað og sextán manns innanborðs flaug á fjall um þrjátíu kílómetra norðan við Aþenu, höfuðborg Grikklands í morgun. 14.8.2005 00:01
Brottfluttir flóttamenn snúa aftur Írakskir flóttamenn með dvalarleyfi í Danmörku, hafa eins árs umhugsunarfrest eftir að þeir fara heim. Ef þeir vilja snúa aftur til Danmerkur innan árs, er þeim það heimilt. Í danska dagblaðinu Politiken segir í dag að frá stríðslokum vorið 2003 hafa um tvö hundruð og fimmtíu Írakar flutt til baka til Írak. 14.8.2005 00:01
Mannrán í Írak Ekkert lát virðist á mannránum í Írak. Framkvæmdastjóra írakska Seðlabankans, Hasib Juwaid, var rænt í dag. Að sögn vitna réðist hópur vopnaðra manna að honum fyrir utan heimili hans í austurhluta Bagdad, þröngvaði honum inn í bíl og ók á brott á ofsahraða. 14.8.2005 00:01
Hryðjuverk yfirvofandi í september Hryðjuverkamenn á vegum al-Qaeda leggja á ráðin um árásir í Bandaríkjunum og í Lundúnum. Þeir ætla að ræna bensínflutningabílum og öðrum farartækjum sem flytja eldfim efni og aka þeim á bensínstöðvar í sjálfsmorðsárásum. 14.8.2005 00:01
Mótmæltu andstöðu við kjarnorku Um það bil þrjú hundruð íranskir námsmenn á harðlínukantinum fleygðu bæði tómötum og grjóti í breska sendiráðið í Teheran fyrr í dag. Einnig hrópuðu þeir slagorð gegn bresku ríkistjórninni. 14.8.2005 00:01
Enn talsverður fjöldi strandaglópa Enn er fjöldi farþega British Airways strandaður víðvegar um heiminn og segja talsmenn félagsins hætt við því að ekki verði hægt að koma öllum á áfangastað fyrr en næstkomandi fimmtudag, viku eftir skæruverkfall starfsfólks á Heathrow. Nokkuð er um að strandaglóparnir séu ósáttir við að njóta ekki forgangs fram yfir aðra farþega flugfélagsins. 14.8.2005 00:01
Frestur landnema rennur út í kvöld Frestur landnema á Gaza-ströndinni til að yfirgefa heimili sín rennur út á miðnætti. Þeir sem þráast við verða bornir út með valdi þegar líður á vikuna. Því fer fjarri að gyðingarnir níu þúsund sem búa á Gaza séu allir sáttir við að þurfa að fara en fjörutíu ár eru síðan Ísraelar hertóku Gazaströndina. 14.8.2005 00:01
Ítalskur kafbátur fór landleiðina Ítalskur kafbátur sem lagði upp í sitt síðasta ferðalag frá Sikiley fyrir fjórum árum, náði loks áfangastað í Mílanó í dag. Enrico Toti var smíðaður skömmu eftir seinna stríð og átti að verða aðalskrautfjöðrin í Leonardo Da Vinci tækni- og vísindasafninu í Mílanó. 14.8.2005 00:01
Andfélgsleg hegðun nudduð á brott Yfirvöld í Gorton í Bretlandi bjóða uppá nýstárlega aðferð við að koma reglu og skikki á vandræðaunglinga í borginni. Unglingarnir sem búa í alræmdu fátækrahverfi, hafa flestir sýnt andfélagslega hegðun og komist í kast við lögin með einhverjum hætti.Nú hefur stór hópur þeirra verið skyldaður til þess að læra handa og handleggjanudd. 14.8.2005 00:01
Orsök flugslyssins enn ókunn Talið er fullvíst að enginn hafi lifað af þegar flugvél með hundrað tuttugu og einn mann innanborðs flaug beint á fjall skammt norðan við Aþenu, höfuðborg Grikklands í morgun. Tildrög slyssins eru enn ókunn. 14.8.2005 00:01
Teikningar varpa ljósi á hörmungar Teikningar barna í Darfur-héraði staðfesta að súdanska ríkisstjórnin hafi staðið á bak við herferðina þar undanfarin misseri, að mati tveggja starfsmanna mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem hafa unnið með börnum í héraðinu. 14.8.2005 00:01
Samansafn af afturhaldssinnum Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hefur tilnefnt 21 ráðherra í ríkisstjórn sína. Eru ráðherrarnir flestir taldir örgustu afturhaldssinnar og andsnúnir þeim umbótum sem fyrirrennarar þeirra á síðasta kjörtímabili hafa staðið fyrir. 14.8.2005 00:01
Óvissa um nýja stjórnarskrá Enn er ágreiningur meðal trúarhópa í Írak um nokkur atriði í uppkasti að stjórnarskrá landsins. Lokafrestur á að leggja stjórnarskrána fyrir þingið er í dag og skiptar skoðanir eru um hvort það takist. Súnníar neita alfarið að samþykkja að Írak verði sambandsríki. 14.8.2005 00:01
Breytingar í utanríkismálum Kurmanbek Bakijev, forseti Kirgisistan, hefur verið vígður í embætti. Í innsetningarræðu sinni sagði forsetinn að Kirgisistan myndi halda áfram að marka sér sjálfstæða utanríkisstefnu. Í landinu eru nú bæði bandarískar og rússneskar hersveitir og hefur það valdið nokkurri togstreitu vegna þess að Kirgisistan er sérstaklega vel staðsett frá hernaðarlegu sjónarmiði. 14.8.2005 00:01
Áætlun á réttan kjöl Flugáætlun breska flugfélagsins British Airways er loks að komast á réttan kjöl eftir að starfsmenn þess fóru í verkfall fyrir helgi. Þó eru enn farþegar sem bíða eftir að komast á áfangastaði sína og hafa sumir nú beðið í fjóra daga eftir flugi. 14.8.2005 00:01
Reglur nái til vefsíða Búist er við að nýjar reglur um sæðisgjöf verði settar fram í Bretlandi á allra næstu dögum. Eins og staðan er núna þurfa heimasíður sem bjóða upp á sæði til kaups ekki að uppfylla sömu skilyrði og heilsugæslustöðvar þar sem sæðing fer fram. 14.8.2005 00:01
Tólf Tamílar handteknir Tólf Tamílar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á utanríkisráðherra Srí Lanka fyrir helgi. Um er að ræða ellefu karla og eina konu sem er verið að yfirheyra eins og stendur. Telja yfirvöld að nú sé fullvíst að klofningshópur innan uppreisnarhópsins Tamíl-Tígra standi að baki morðinu. 14.8.2005 00:01
Enginn lifði af flugslys Hundrað tuttugu og einn lét lífið þegar flugvél kýpverska flugfélagsins Helios brotlenti í nágrenni við Aþenu í gær. Sjónarvottar segja að flugvélin hafi flogið inn í hæðótt landslagið norðan við borgina og að kviknað hafi í henni um leið og hún lenti. Brak dreifðist yfir stórt svæði og í kjölfarið braust út mikill eldur sem læsti sig í skógi vaxið umhverfið. 14.8.2005 00:01
Búseta Ísraela á Gaza bönnuð Ísraelar innsigluðu Gaza á miðnætti í nótt og mörkuðu þannig formlegt upphaf brottflutnings landnema frá svæðinu. Búseta Ísraela þar er nú ólögleg. 14.8.2005 00:01
Lifði af 400 stungur Kona á níræðisaldri er á batavegi eftir að hún hlaut fjögur hundruð býflugnastungur skömmu fyrir helgi. Býflugurnar komu frá vegg geymsluhúsnæðis við heimili konunnar, að því er fram kemur á fréttavef CNN. 14.8.2005 00:01
Sanna hið gagnstæða Aðalsamningamaður Norður-Kóreumanna í kjarnorkudeilunni við Bandaríkjamenn segir stjórn sína jafnvel tilbúna að sanna að landið haldi ekki úti vopnaáætlun sem byggir á úraníum. 14.8.2005 00:01
Vilja sanna hið gagnstæða Aðalsamningamaður Norður-Kóreumanna í kjarnorkudeilunni við Bandaríkjamenn segir stjórn sína jafnvel tilbúna að sanna að landið haldi ekki úti vopnaáætlun sem byggir á úraníum. </font /> 14.8.2005 00:01
Bush tilbúinn að beita valdi Bush Bandaríkjaforseti sagði í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð í dag að honum fyndist koma til greina að beita Írana valdi til að fá þá til að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Bush sagði engar leiðir útilokaðar, þótt bein árás væri auðvitað síðasta úrræðið. 13.8.2005 00:01
Flug BA enn í ólagi Enn eru þúsundir farþega British Airways strandaglópar um allan heim þó að starfsmenn sem voru í verkfalli á Heathrow-flugvelli hafi snúið til vinnu í gærdag. 13.8.2005 00:01
Neyðarlög á Sri Lanka Yfirvöld á Sri Lanka hafa sett í gildi neyðarlög í landinu, eftir að utanríkisráðherra landsins, Lakshman Kadirgamar var skotinn til bana í gærkvöldi. Lögreglan hefur ásakað hreyfingu Tamíltígra um að bera ábyrgð á morðinu, en hún neitar því að hafa haft nokkuð með það að gera. 13.8.2005 00:01
Ítalir tínast frá Írak Ítalir hafa þegar hafið brottflutning hersveita sinna frá Írak, mánuði á undan áætlun. Heimildamaður Reuters-fréttastofunnar í varnarmálaráðuenytinu í Róm, segir ástæðuna fyrst og fremst vera fjárhagslega, en ekki pólitíska. 13.8.2005 00:01
Ný stjórnarskrá Íraka í augsýn "Ef Guð lofar, verður hún tilbúin á morgun," sagði Jalal Talabani, forseti Íraks á blaðamannafundi í dag, um stjórnarskrána írösku. Stjórnarskráin hefur verið mjög lengi í smíðum og mikið hefur verið deilt um innihaldið. 13.8.2005 00:01
Biðlistar í kristna einkaskóla Langir biðlistar eru við meira en helming allra kristnu einkaskólanna í Danmörku. Í suma þarf að skrá börnin strax við fæðingu til að þau eigi möguleika á að komast inn þegar skólaaldri er náð. 13.8.2005 00:01
Mengun í Malasíu Neyðarástandi vegna loftmengunar hefur verið aflétt á tveimur stöðum í Malasíu og sást til himna í Kúala Lumpur í fyrsta sinn um margra vikna skeið. Mengunin hefur verið yfir hættumörkum um hríð og er ástandið verra en um átta ára skeið. 13.8.2005 00:01
Harka í þýsku kosningabaráttunni Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands hóf kosningabaráttu sína með formlegum hætti í dag. Kristilegir demókratar hafa langtum meira fylgi í skoðanakönnunum, en Schröder virðist ætla að treysta á eigin persónutöfra, reynsluleysi andstæðings síns, Angelu Merkel, og innanflokksdeilur hjá kristilegum til að hífa fylgið upp. 13.8.2005 00:01
Óttast óöld á Sri Lanka Neyðarlög hafa tekið gildi á Sri Lanka, eftir að utanríkisráðherra landsins var skotinn til bana í gærkvöldi. Allt er þó með kyrrum kjörum í höfuðborginni að sögn íslensks starfsmanns Alþjóða rauða krossins þar. Óttast er að morðið verði til þess að þriggja ára vopnahlé milli Tamíltígra og yfirvalda rofni. 13.8.2005 00:01
Upptökur gerðar opinberar Hljóðupptökur af síðustu augnablikum fólks sem var í tvíburaturnunum ellefta september voru gerðar opinberar í New York í gær. 13.8.2005 00:01
Friðarvilji í Indónesíu Fulltrúar indónesískra stjórnvalda og uppreisnarmanna í Aceh-héraði á Súmötru komu í dag til Helsinki í Finnlandi til að skrifa undir friðarsamkomulag.Uppreisnarmenn hafa í tæp þrjátíu ár barist fyrir sjálfstæði Aceh-héraðs en indónesísk stjórnvöld hafa barið uppreisnina niður með miklu ofbeldi og hafa að minnsta kosti fimmtán þúsund manns látið lífið í þeim átökum 13.8.2005 00:01
Engin höfuðpaur bak við hryðjuverk Engin tengsl voru á milli árásarmannanna sem bönuðu 52 þann sjöunda júlí og þeirra sem gerðu tilraun til hryðjuverkaárása 21. júlí. Þetta eru frumniðurstöður hryðjuverkarannsóknar breskra löggæslustofnana sem The Independent greindi frá í gær. 13.8.2005 00:01
Vopnaðir á vellinum Lögregla fór inn á áhorfendapalla í gær og handtók ellefu manns meðan leikur Queens Park Rangers og Sheffield í ensku fyrstu deildinni stóð yfir í gær. Mennirnir voru vopnaðir og höfðu að sögn lögreglu ógnað lífi Gianni Paladini, stjórnarformanni QPR. Ekki er vitað hvað vakti fyrir mönnunum. 13.8.2005 00:01