Erlent

Ítalskur kafbátur fór landleiðina

Ítalskur kafbátur sem lagði upp í sitt síðasta ferðalag frá Sikiley fyrir fjórum árum, náði loks áfangastað í Mílanó í dag. Enrico Toti var smíðaður skömmu eftir seinna stríð og átti að verða aðalskrautfjöðrin í Leonardo Da Vinci tækni- og vísindasafninu í Mílanó. Hann komst hins vegar aldrei lengra en til Cremona, þar sem sérfræðingar gerðu sér allt í einu grein fyrir að gríðarþungur báturinn myndi eyðileggja vegi, brýr og jarðlestakerfi á lokakafla ferðarinnar. Eftir fjögurra ára útreikninga ítalskra tæknifræðinga tókst loks að mjaka bátnum á sex kílómetra hraða alla leið á áfangastað, en það kostaði líka hundrað og tuttugu milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×