Erlent

Mótmæltu andstöðu við kjarnorku

Um það bil þrjú hundruð íranskir námsmenn á harðlínukantinum fleygðu bæði tómötum og grjóti í breska sendiráðið í Teheran fyrr í dag. Einnig hrópuðu þeir slagorð gegn bresku ríkistjórninni. Ástæða mótmælanna var að leggja áheslu á að bresk stjórnvöld virði umdeilda kjarnorkuáætlun Írana. Nokkrar rúður brotnuðu en óeirðalögreglu tókst að koma í veg fyrir að þeir brytu sér leið inn í sendiráðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×