Erlent

Tólf Tamílar handteknir

Tólf Tamílar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á utanríkisráðherra Srí Lanka fyrir helgi. Um er að ræða ellefu karla og eina konu sem er verið að yfirheyra eins og stendur. Telja yfirvöld að nú sé fullvíst að klofningshópur innan uppreisnarhópsins Tamíl-Tígra standi að baki morðinu. Forsvarsmenn hreyfingarinnar hafa þó ítrekað lýst því yfir að hreyfingin hafi ekki staðið fyrir morðinu. Fulltrúar Tamíla á þingi Srí Lanka hafa sagt að friðarsamkomulag milli Tamíl-Tígra og ríkisstjórnarinnar sé eina leiðin til að stöðva ódæðisverk af þessu tagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×