Fleiri fréttir

Depurð í landnemabyggðum

Ísraelar hefja á morgun brottflutning fólks frá landnemabyggðum á Gaza þrátt fyrir mikla mótstöðu hvort tveggja meðal landtökumanna og fjölda Ísraela sem vilja halda í byggðirnar.

Náðu flakinu upp

Flaki þyrlunnar sem hrapaði undan ströndum Eistlands í vikunni var híft upp í gær. Kafarar höfðu þá þegar náð upp líkum þrettán þeirra sem voru um borð í þyrlunni þegar hún hrapaði. Lík annars flugmannsins hefur ekki enn fundist en alls létust fjórtán í slysinu.

Kynþáttafordómar dýraverndarsinna

Dýraverndarsamtökin PETA hafa ákveðið að endurskoða auglýsingaherferð sína eftir að mannréttindafrömuðir kvörtuðu undan því að þær bæru keim kynþáttafordóma.

Ekki þverfótað fyrir Línu langsokk

Um þrjú þúsund manns, að stórum hluta börn, tóku þátt í skrúðgöngu í miðborg Stokkhólms þar sem haldið var upp á að 60 ár eru liðin síðan bók Astrid Lindgren um Línu langsokk kom fyrst út. Skrúðgöngunni lauk með mikilli hátíð þar sem boðið var upp á fjölda skemmtiatriða í anda bókarinnar.

Flug komist í lag síðar í dag

Búist er við að flug breska flugfélagsins British Airways komist í eðlilegt horf síðar í dag en félagið aflýsti öllu flugi frá Hethrow-flugvelli í Lundúnum í gær. Ástæðan var skyndilegt verkfall um eitt þúsund flugvallarstarfsmanna sem mótmæltu uppsgögnum starfsmanna flugeldhúsa á vellinum. British Airways flýgur um 550 ferðir til og frá Heathrow á degi hverjum og ferðast yfir eitt hundrað þúsund farþegar með vélum flugfélagsins.

Alvarlegt umferðarslys í Mexíkó

Að minnsta kosti tveir létust og yfir 40 slösuðust þegar vöruflutningabíll með eldfimt efni og lest rákust saman í gær í bænum Matamoros í Mexíkó sem er nálægt landmærum Bandaríkjanna. Mikil sprenging varð og gríðarlegur hávaði og titringur fannst í margra kílómetra fjarlægð. Þa tók slökkvilið margar klukkustundir að slökkva eldinn, finna hina meiddu og koma þeim í öruggt skjól en mikill reykur var á svæðinu sem gerði björgunarmönnum erfitt fyrir.

Hækkuðu fargjöld vegna olíuverðs

Olíuverð hækkaði enn í Bandaríkjunum í gær og komst í 66 dollara fyrir tunnuna. Þrjú bandarísk flugfélög brugðust í gær við hækkununum með því að hækka fargjöld. Ekki liggur fyrir hvernig Flugleiðir bregðast við en við svipaðar aðstæður hafa ýmis evrósk flugfélög brugðist við með því að leggja svonefnt olíugjald á hvern farseðil án þess að kalla það beinlínis hækkun.

Áframhaldandi mótmæli vegna Gasa

Þúsundir manna söfnuðust saman í miðbæ Tel Aviv í Ísrael í gær til að mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Ísraela frá Gasa en yfir níu þúsund manns þurfa að yfirgefa heimili sín á mánudag og finna ný. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur verið harðlega gagnrýndur vegna ákvörðunar sinnar og voru yfir tvö þúsund lögreglumenn í viðbragðsstöðu.

Telur brottflutning auka öryggi

George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að brottflutningur Ísraelsmanna frá Gasasvæðinu muni auka öryggi í Ísrael. Bush sagði að brottflutningurinn ætti að verða til þess að vinna hæfist að nýju að friðaráætluninni Vegvísir til friðar. Bush sagði enn fremur að Palestínumenn verði að afvopna herskáar sveitir, öðruvísi komist friður ekki á.

Umboð sveitar SÞ í Írak framlengt

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna framlengdi umboð sveitar sem er við störf á vegum Sameinuðu þjóðanna í Írak um eitt ár í gær. Ákvörðunin var samþykkt samhljóða af þeim 15 ríkjum sem eiga sæti í ráðinu. Alls eru um 340 erlendir, borgaralegir starfsmenn við störf á vegum Sameinuðu þjóðanna í Írak og 470 heimamenn.

Má ekki snúa aftur til Bretlands

Bresk yfirvöld hafa bannað harðlínuklerknum Omar Bakri Mohammed að snúa aftur til Bretlands, en hann yfirgaf landið skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar á Lundúnir. Hann var handtekinn í Líbanon í gær og var í fyrstu talið að bresk yfirvöld hefðu óskað eftir því en þau neita því.

Segjast ekki leggja niður vopn

Félagar í Hamas-samtökunum munu ekki leggja niður vopn þrátt fyrir brotthvarf Ísraelshers og landnema frá Gasaströndinni. Þetta segja talsmenn samtakanna og bæta því við að vopnuð barátta gegn Ísraelsríki muni halda áfram. Það er meðal takmarka Hamas að tortíma Ísrael og koma á fót íslömsku trúarríki sem næði yfir Vesturbakkann, Gasaströndina og það svæði sem Ísraelsríki nær nú yfir.

Hundruð flugferða falla niður

Tugþúsundir farþega British Airways eru strandaglópar vegna skyndiverkfalla á Heathrow-flugvelli. Félagið hefur þurft að fella niður hundruð flugferða fyrir vikið.

Danir flæktir í síldardeilu

Danir hafa flækst inn í deilu Íslendinga og Norðmanna um kvótaskiptingu úr norsk-íslenska síldarstofninum. Hans Christian Schmidt ráðherra sjávarúrvegs-, matvæla- og landbúnaðarmála Danmerkur er nú staddur hér í vinnuferð til þess að leita málamiðlunar í deilunum.

Norska stjórnin tapar fylgi

Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi, undir stjórn Kjell Magne Bondevik, tapa verulegu fylgi í þingkosningum sem fara fram eftir mánuð, ef marka má skoðanakönnun norska dagblaðsins Aftenposten.

Dönsku eftirlaunalögunum breytt

Aukinn meirihluti danska þingsins hyggst greiða atkvæði með því að lögum um eftirlaun verði breytt svo eftirlaunaþegum verði gert kleift að stunda hlutastarf án þess að það hafi of mikil áhrif á eftirlaun þeirra.

Danir brjóta gegn mannréttindum

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði í fyrravetur að brottvísun úgandsks manns frá Danmörku hafi stítt gegn alþjóðasáttmálum. Nefndin hefur nú vísað frá beiðni danskra yfirvalda um að fá málið tekið upp að nýju.

Rómaborg brennur á ný

Yfirvöld í Róm á Ítalíu leita nú logandi ljósi að brennuvargagengi sem farið hefur um borgina að næturlagi og kveikt í farartækjum. Alls hafa 200 bílar og vélhjól brunnið í borginni síðastliðinn mánuð, en sumir bílanna hafa sprungið í loft upp með tilheyrandi skemmdum á nærliggjandi húsum. Engan hefur þó sakað í brununum hingað til en yfirvöld segja það aðeins tímaspursmál hvenær það gerist.

Fjórðungur vill kynlíf daglega

Ný, bresk könnun leiðir í ljós að það sem skiptir góðan hluta breskra kvenna máli er kynlíf og það daglega. 27 prósent breskra kvenna svöruðu því til í könnun að þær vildu gamna sér daglega hið minnsta. Konur virðast jafnframt njóta kynlífsins betur nú en fyrir rúmum tíu árum, því 62 prósent aðspurðra sögðust fá fullnægingu. Það gengur því betur hjá þeim en breskum körlum, en aðeins hjá 54 prósentum þeirra lýkur ástarleikjum með fullnægingu.

Ísbjörn synti 100 km á sólarhring

Vísindamenn hafa nú í fyrsta skipti fylgst með því þegar bjarndýr synti um 100 kílómetra í einni lotu á um það bil sólarhring. Vitað var að birnir ferðast þúsundir kílómetra á ári í fæðuleit en hins vegar var ekki vitað að þeir væru jafn mikilir sundgarpar og raun ber vitni.

NASA sendir könnunarfar til Mars

Geimferðarstofnun Bandaríkjanna, NASA, sendi í morgun könnunarfar á loft sem halda á til Mars. Geimskotinu hafði verið frestað í tvígang vegna minni háttar tæknivandamála í Atlas 5 eldflauginni, sem ætlað er að flytja könnunarfarið til Mars, en rétt fyrir hádegi þaut hún af stað upp í himingeiminn áleiðis til plánetunnar rauðu.

Eltu meinta tilræðismenn

Tveir egypskir lögreglumenn særðust í dag í bardaga við hóp vopnaðra manna sem grunaðir eru um aðild að sprengjutilræðinu í Sharm el-Sheikh í síðasta mánuði sem kostaði 64 lífið. Átökin urðu í helli á Sinai-skaga þar sem mennirnir höfðu falið sig. Lögreglan telur að þeir hafi verið fimmtán talsins. Einn þeirra var handtekinn og auk þess kona sem talin er vega eiginkona annars manns. Hinir sluppu.

Kaupa gróðurhús á Gasa

Einkaaðilar munu kaupa gróðurhús af ísraelskum landnemum á Gasasvæðinu fyrir um þrettán milljónir dollara þegar landnemarnir yfirgefa Gasa um miðjan þennan mánuð. Kaupendurnir munu svo gefa palestinsku heimstjórninni gróðurhúsin. Um níu þúsund gyðingar flytjast frá Gasasvæðinu.

Handtekinn nærri höfuðstöðvum SÞ

Bandaríkjamaður var í gær handtekinn fyrir að reyna að komast inn í bílageyslu nærri höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York með stóran bensínbrúsa og tvær byssur í bíl sínum. Frá þessu greindu talsmenn Sameinuðu þjóðanna og lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum í dag.

Hungursneyð vofir yfir Malí

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna ítrekaði í dag beiðni sína til þjóða heims um aðstoð vegna hungrsneyðar í ríkjum í Vestur-Afríku. Sagði talskona stofnunarinnar að brýn þörf væri fyrir matvæli í Malí ef ekki ætti að fara jafnilla þar og í nágrannaríkinu Níger þar sem fjöldi fólks hefur látist úr hungri vegna þess að hjálp barst ekki í tæka tíð.

Kjöt framleitt án dýra

Hægt verður innan tíðar að rækta kjöt án þess að dýr komi þar við sögu, að sögn breska líffræðingsins Brians J. Ford, en hann segi tækni sem gerir kleift að rækta kjöt úr dýrafrumum þegar fyrir hendi. Ár gætu þó enn liðið þar til kjöt framleitt á þennan hátt kemur á markaði.

Biðst afsökunar á mútuhneyksli

Forseti Brasilíu, Luis Inacio Lula, hefur beðið þjóðina fyrirgefningar á mútuhneyksli sem hefur orðið þess valdandi að ríkisstjórn hans riðar til falls. Í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar sagði Lula að ríkisstjórnin og Verkamannaflokkurinn þyrfti að biðja þjóðina afsökunar. Hann fullyrti jafnframt að hann hefði ekki vitað um múturnar.

Vegsprengjuárásum fjölgar í Írak

Vegsprengjuárásum á bandarískar flutningabílalestir í Írak hefur fölgað um helming á einu ári. Yfirmaður flutningadeildar hersins sagði að vikulega væru gerðar þrjátíu árásir á bílalestar sem flyttu mat, eldsneyti, vatn, skotfæri og aðrar nauðsynjar. Heimatilbúnar sprengjur eru notaðar í langflestum tilvikum og er þeim komið fyrir í vegkanti þar sem trukkarnir fara um.

Flugvöllurinn lamaðist

Ófremdarástand skapaðist á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gær og í fyrrakvöld þegar flugvallarstarfsmenn fóru í skyndilegt samúðarverkfall. Tugþúsundir farþega komust hvorki lönd né strönd.

Útilokar ekki frekari lokanir

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, útilokar ekki að landnemabyggðum á Vesturbakkanum verði lokað, þó ekki þeim stærstu. Ísraelsher flytur í næstu viku landnema af Gaza-ströndinni með valdi.

Leitað að lífsummerkjum

Ómönnuðu könnunargeimfari var á föstudagsmorgun skotið út í geiminn frá Canaveral-höfða í Flórída í Bandaríkjunum. Förinni er heitið til Mars.

Hluti ránsfengsins fundinn

Lögregla hefur fundið örlítinn hluta ránsfengsins sem stolið var úr Banco Central í borginni Fortaleza fyrr í vikunni.

Bakri fær ekki að snúa aftur

Múslimaklerkurinn Omar Bakri fær ekki aftur að koma til Bretlands þar sem breska ríkisstjórnin telur veru hans í landinu ekki vera lengur "til almannaheilla".

Sjíar vilja sambandsríki

Á mánudaginn rennur út fresturinn sem Írakar tóku sér til að semja stjórnarskrá. Sjíar virðast vera að snúast á sveif með Kúrdum um stofnun sambandsríkis en súnníar eru því mjög andsnúnir.

Formsatriði var ekki fullnægt

Danska innflytjendamálaráðuneytið hyggst vísa rússneskri konu, Elenu Jensen, 44 ára, og fimmtán ára gamalli dóttur hennar, úr landi.

Sjaldgæf vískíflaska á 15 millj.

Sjaldgæf flaska af írsku viskíi hefur verið boðin upp á Netinu og er lágmarksboð 100 þúsund sterlingspund, eða fimmtán milljónir íslenskra króna. Flaskan er frá síðari hluta nítjándu aldar og er talin sú síðasta sem eftir er frá Nunnueyjarbrugghúsinu í Galway-sýslu á Vestur-Írlandi. Það hætti framleiðslu árið 1913 og fyrir þá sem vilja reyna að tryggja sér flöskuna er slóðin á uppboðsvefnum whiskyandwines.com.

Robin Cook borinn til grafar

Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, var borinn til grafar í dag. Gordon Brown fjármálaráðherra, minntist Cooks sem framúrskarandi þingmanns við jarðarförina þar sem allir helstu samstarfsmenn Cooks í gegnum tíðina og rjómi bresku stjórnmálaelítunnar var viðstaddur. Tony Blair var hins vegar ekki á meðal gesta þar sem hann er í sumarfríi og ákvað að breyta áætlunum sínum ekki til að vera við jarðarförina.

Minntust sjóliða á Kursk

Rússar minntust þess í dag að fimm ár eru liðin frá því að kjarnorkukafbáturinn Kursk, stolt Norðurflotans, sökk í Barentshafi. 118 sjóliðar fórust í sprengingunni sem varð um borð í bátnum. Getuleysi hersins í málinu olli miklu uppnámi í Rússlandi og fimm árum síðar er enn þá mörgum spurningum ósvarað. Minnisvarðar um áhöfnina voru afhjúpaðir víða í Rússlandi í dag.

Milljónir svelta heilu hungri

Milljónir íbúa Afríkulýðveldisins Nígers svelta heilu hungri. Þurrkur og skæður engisprettufaraldur hefur eyðilagt uppskeruna þar samfellt í tvö ár með hörmulegum afleiðingum.

Tugþúsundir fastar vegna verkfalls

Sjötíu þúsund ferðamenn eru strandaglópar um allan heim þar sem British Airways hefur fellt niður hundruð flugferða. Ástæðan er skæruverkföll starfsmanna.

Utanríkisráðherra ráðinn af dögum

Friðarhorfur á Srí Lanka versnuðu enn þegar Lakshman Kadirgamar utanríkisráðherra var ráðinn af dögum í gær. Kadirgamar var skotinn til bana af leyniskyttum skömmu eftir að hann steig upp úr sundlaug við heimili sitt. Tvö skot hæfðu hann, annað í höfuðið og hitt í hjartað.

Mannskætt umferðarslys í Mexíkó

Að minnsta kosti 10 manns fórust og 14 slösuðust þegar strætisvagn og vörubifreið skullu saman í miðhluta Mexíkó í gær. Slysið varð eftir að vörubíllinn varð bremsulaus í brattri brekku og rann hann því niður á gríðarmiklum hraða á strætisvagninn með fyrrgreindum afleiðingum. Níu farþegar í strætisvagninum létust auk bílstjóra vörubílsins. Slysið átti sér stað 275 kílómetra norðvestur af Mexíkóborg.

Teknir vegna ógnar við öryggi

Lögreglufyrivöld á Bretlandi hafa handtekið 10 erlenda ríkisborgara þar sem breska innanríkisráðuneytið telur þá vera ógn við þjóðaröryggi landsins. Talið er að jórdanski klerkurinn Abu Qatada sé þeirra á meðal en eftir á að ákveða hvort fólkið verði sent úr landi. Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, vildi ekki staðfesta hvort Abu Qatada væri á meðal hinna handteknu.

Fleiri ákærðir vegna árása

28 ára gamall Lundúnarbúi hefur verið ákærður vegna tengsla við misheppnaðar hryðjuverkaárásir í borginni þann 21. júlí. Honum er gefið að sök að hafa leynt upplýsingum um Hussain Osman sem sagður er hafa ætlað að sprengja upp neðanjarðarlest í vesturhluta Lundúna. Osman var handtekinn á Ítalíu eftir að hafa flúið frá Englandi og hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 1. ágúst.

Sjá næstu 50 fréttir