Erlent

Hryðjuverk yfirvofandi í september

Hryðjuverkamenn á vegum al-Qaeda leggja á ráðin um árásir í Bandaríkjunum og í Lundúnum. Þeir ætla að ræna bensínflutningabílum og öðrum farartækjum sem flytja eldfim efni og aka þeim á bensínstöðvar í sjálfsmorðsárásum. Þetta kemur fram í leyniskýrslu bandaríska heimavarnarráðuneytisins sem breska blaðið Times komst yfir. Samkvæmt skýrslunni á að gera árásirnar í kringum ellefta september næstkomandi, þegar fjögur ár verða liðin frá árásunum á tvíburaturnana. Talið er hugsanlegt að myndbandsupptaka með ávarpi næstráðanda al-Qaeda, Ayman al-Zawahri, hafi verið leynileg skilaboð til hryðjuverkahópa um að búa sig undir árásirnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×