Erlent

Friðarvilji í Indónesíu

Fulltrúar indónesískra stjórnvalda og uppreisnarmanna í Aceh-héraði á Súmötru komu í dag til Helsinki í Finnlandi til að skrifa undir friðarsamkomulag.Uppreisnarmenn hafa í tæp þrjátíu ár barist fyrir sjálfstæði Aceh-héraðs en indónesísk stjórnvöld hafa barið uppreisnina niður með miklu ofbeldi og hafa að minnsta kosti fimmtán þúsund manns látið lífið í þeim átökum Eftir flóðbylgjuna í desember þar sem 130.000 manns létu lífið í Aceh-héraði einu og vegakerfi og heilu borgirnar eyðilögðust að stórum hluta, var ákveðið að setjast loks að samningaborði. Frelsishreyfing Aceh hefur nú samþykkt að héraðið verði áfram hluti af Indónesíu en á móti ætla Indónesar að draga burt herlið sitt og leyfa frjálsar kosningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×