Erlent

Vilja aðstoð að utan

Lík Lakshman Kadirgamar, utanríkisráðherra Srí Lanka sem myrtur var fyrir helgi, var brennt í gær og var þjóðarsorg lýst yfir í landinu við sama tækifæri. Afar ströng öryggisgæsla var við athöfnina. Enda þótt Tamíl-tígrarnir svonefndu hafi staðfastlega neitað að hafa staðið á bak við tilræðið segjast srílönsk stjórnvöld ætla að skera upp herör gegn samtökunum. Þannig hefur AP-fréttastofan eftir háttsettum embættismanni á Srí Lanka að þau vilji að fylgst verði með ferðum stuðningsmanna tígranna erlendis og þeim bannað að safna fé til styrktar þjóðfrelsisbaráttu Tamíla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×