Erlent

Breytingar í utanríkismálum

Kurmanbek Bakijev, forseti Kirgisistan, hefur verið vígður í embætti. Í innsetningarræðu sinni sagði forsetinn að Kirgisistan myndi halda áfram að marka sér sjálfstæða utanríkisstefnu. Í landinu eru nú bæði bandarískar og rússneskar hersveitir og hefur það valdið nokkurri togstreitu vegna þess að Kirgisistan er sérstaklega vel staðsett frá hernaðarlegu sjónarmiði. Nokkur ólga hefur verið í landinu lengi en Bakiyev tók við stjórnartaumunum fyrr á árinu þegar uppreisn var gerð gegn þáverandi forseta. Hann var síðan lýðræðislega kjörinn í júlí og er nú loks orðinn formlegur forseti landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×