Erlent

Ítalir tínast frá Írak

Ítalir hafa þegar hafið brottflutning hersveita sinna frá Írak, mánuði á undan áætlun. Heimildamaður Reuters-fréttastofunnar í varnarmálaráðuenytinu í Róm, segir ástæðuna fyrst og fremst vera fjárhagslega, en ekki pólitíska. 130 landgönguliðar hafi lokið fjögurra mánaða herskyldu sinni og það væri afar óhagkvæmt að senda nýja sveit í stað þeirra, til að vera þar aðeins um mánaðarskeið. Alls eru um þrjú þúsund ítalskir hermenn í Írak, en þrjú hundruð þeirra eiga að vera komnir heim í september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×