Erlent

Enn talsverður fjöldi strandaglópa

Enn er fjöldi farþega British Airways strandaður víðvegar um heiminn og segja talsmenn félagsins hætt við því að ekki verði hægt að koma öllum á áfangastað fyrr en næstkomandi fimmtudag, viku eftir skæruverkfall starfsfólks á Heathrow. Nokkuð er um að strandaglóparnir séu ósáttir við að njóta ekki forgangs fram yfir aðra farþega flugfélagsins. Sumir búa í tjöldum sem komið var fyrir framan við flugstöð fjögur á Heathrow og neyðst til að kaupa sér föt á vellinum og tíu túsund töskur eru í óskilum. British Airways tapaði miklum fjármunum vegna verkfallsins, eða um fjörutíu milljónum punda. Það jafngildir ríflega fjórum og hálfum milljarði íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×