Erlent

Mengun í Malasíu

Neyðarástandi vegna loftmengunar hefur verið aflétt á tveimur stöðum í Malasíu og sást til himna í Kúala Lumpur í fyrsta sinn um margra vikna skeið. Mengunin hefur verið yfir hættumörkum um hríð og hefur ástandið ekki verið verra í átta ára skeið. Meginástæða mengunarinnar er sú að bændur í Indónesíu brenna regnskógana til að rýma fyrir ræktarlandi. Enn brenna tvöþúsund hektarar skóglendis en yfirvöld hafa þrátt fyrir þetta ekki séð ástæði til að senda liðsauka til að berjast við eldana. Stjórnvöld í Malasíu eru æf vegna málsins enda hefur mengunin meðal annars valdið því að loka hefur þurft skólum, stofnunum og einkafyrirtækjum. Sjö eru sagðir hafa látist vegna mengunarinnar, allt eldra fólk sem var veikt fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×