Erlent

Stoltenberg vinsæll

Jens Stoltenberg, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir þegar nokkrar vikur eru til þingkosninga í Noregi. Í skoðanakönnun sem InFact-fyrirtækið gerði fyrir norska blaðið Verdens Gang kvaðst rúmlega helmingur aðspurða, eða 51,7 prósent, vera hlynntur því að Stoltenberg settist í forsætisráðherrastólinn að loknum kosningum. Stuðningur við hann er sérstaklega áberandi á meðal ungra Norðmanna. Aðeins 22,2 prósent aðspurðra töldu að ríkisstjórn borgaralegu flokkanna ætti að fá endurnýjað umboð þjóðarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×