Erlent

Ný stjórnarskrá Íraka í augsýn

"Ef Guð lofar, verður hún tilbúin á morgun," sagði Jalal Talabani, forseti Íraks á blaðamannafundi í dag, um stjórnarskrána írösku. Stjórnarskráin hefur verið heillengi í smíðum og mikið hefur verið deilt um innihaldið. Talabani sagði tvö atriði enn til umræðu - sambandsríki í suðri og tengsl trúar og ríkisvalds. Svo sem engin smásmál, en forsetinn sagði engum atriðum verða frestað, allt yrði til reiðu þann fimmtánda ágúst, en þá rennur fresturinn út sem stjórnarskrárnefndin setti sér til að ljúka störfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×