Harka í þýsku kosningabaráttunni 13. ágúst 2005 00:01 Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands hóf kosningabaráttu sína með formlegum hætti í dag. Kristilegir demókratar hafa langtum meira fylgi í skoðanakönnunum, en Schröder virðist ætla að treysta á eigin persónutöfra, reynsluleysi andstæðings síns, Angelu Merkel, og innanflokksdeilur hjá kristilegum til að hífa fylgið upp. Schröder hélt ræðu í heimaborg sinni, Hanover, í dag og markaði það upphaf kosningabaráttu kanslarans. Það er mjög á brattann að sækja fyrir hann, Sósíal demókratar mælast nú með um 28 prósenta fylgi, sem er tveimur prósentustigum meira en í síðustu könnun, en Kristilegir demókratar hafa tapað 2 prósentustigum, mælast nú með 41 prósents fylgi. Munurinn er samt þrettán prósentustig. Andstæðingur Schröders, Angela Merkel, hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í fjölmiðlum, þar sem reynsluleysi og stirðbusaháttur hefur verið henni nokkur fjötur um fót. Ekki bætir úr skák að Edmund Stoiber, sem var kanslarakandídat kristilegra demókrata í kosningunum 2002, virðist harðákveðinn að valda uppnámi í kosningabaráttunni. Hann segir Austur-Þjóðverja hafa kosið Schröder og fer ófögrum orðum um landa sína austan gömlu landamæranna. Þannig hefur Stoiber kynt enn undir andúð milli Wessis, velmegandi, hrokafullra Vestur-Þjóðverja, og Ossis, sem er lýst sem síkvartandi, blönkum Austur-Þjóðverjum. Þessar yfirlýsingar hafa vakið litla kátínu, hvort sem er meðal þeirra sem Stoiber hefur svo sterkar skoðanir á eða flokkssystkina hans. Merkel mun hafa hringt í Stoiber til að segja honum að tjá sig ekki við fjölmiðla, en það dugði ekki til. Samstarfsmenn hans segja þetta úthugsaða aðferð til þess að vinna kjósendur í suðurhluta Þýskalands og að þeir sem hann móðgi séu hvort eð er ekki kjósendur kristilegra demókrata. Það verði Bæjaraland sem færi flokknum sigur og þar er Stoiber forsætisráðherra. Aðrir telja að Stoiber sé að hefna sín á Merkel og kenni henni um að hann varð ekki kanslari fyrir þremur árum. Og þessar deilur ætlar Schröder greinilega að nýta sér út í ystu æsar. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands hóf kosningabaráttu sína með formlegum hætti í dag. Kristilegir demókratar hafa langtum meira fylgi í skoðanakönnunum, en Schröder virðist ætla að treysta á eigin persónutöfra, reynsluleysi andstæðings síns, Angelu Merkel, og innanflokksdeilur hjá kristilegum til að hífa fylgið upp. Schröder hélt ræðu í heimaborg sinni, Hanover, í dag og markaði það upphaf kosningabaráttu kanslarans. Það er mjög á brattann að sækja fyrir hann, Sósíal demókratar mælast nú með um 28 prósenta fylgi, sem er tveimur prósentustigum meira en í síðustu könnun, en Kristilegir demókratar hafa tapað 2 prósentustigum, mælast nú með 41 prósents fylgi. Munurinn er samt þrettán prósentustig. Andstæðingur Schröders, Angela Merkel, hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í fjölmiðlum, þar sem reynsluleysi og stirðbusaháttur hefur verið henni nokkur fjötur um fót. Ekki bætir úr skák að Edmund Stoiber, sem var kanslarakandídat kristilegra demókrata í kosningunum 2002, virðist harðákveðinn að valda uppnámi í kosningabaráttunni. Hann segir Austur-Þjóðverja hafa kosið Schröder og fer ófögrum orðum um landa sína austan gömlu landamæranna. Þannig hefur Stoiber kynt enn undir andúð milli Wessis, velmegandi, hrokafullra Vestur-Þjóðverja, og Ossis, sem er lýst sem síkvartandi, blönkum Austur-Þjóðverjum. Þessar yfirlýsingar hafa vakið litla kátínu, hvort sem er meðal þeirra sem Stoiber hefur svo sterkar skoðanir á eða flokkssystkina hans. Merkel mun hafa hringt í Stoiber til að segja honum að tjá sig ekki við fjölmiðla, en það dugði ekki til. Samstarfsmenn hans segja þetta úthugsaða aðferð til þess að vinna kjósendur í suðurhluta Þýskalands og að þeir sem hann móðgi séu hvort eð er ekki kjósendur kristilegra demókrata. Það verði Bæjaraland sem færi flokknum sigur og þar er Stoiber forsætisráðherra. Aðrir telja að Stoiber sé að hefna sín á Merkel og kenni henni um að hann varð ekki kanslari fyrir þremur árum. Og þessar deilur ætlar Schröder greinilega að nýta sér út í ystu æsar.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira