Erlent

Samansafn af afturhaldssinnum

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hefur tilnefnt 21 ráðherra í ríkisstjórn sína. Eru ráðherrarnir flestir taldir örgustu afturhaldssinnar og andsnúnir þeim umbótum sem fyrirrennarar þeirra á síðasta kjörtímabili hafa staðið fyrir. Þessi gagnrýni hefur komið fram af hálfu hópa sem kenna sig við umbætur og byggja meðal annars mat sitt á að einungis einn maður í hinum tilnefnda hópi hafi verið ráðherra í ríkisstjórn Khatamis, fyrirrennara Ahmadinejad, og hinir tuttugu séu allir mjög hallir undir klerkastjórn landsins. Fræðingar á Vesturlöndum eru einnig uggandi yfir valinu á ráðherrunum og telja að í hópnum sé lítinn stuðning að finna við áætlanir um að Íranir láti af úraníumframleiðslu sem gæti nýst þeim við gerð kjarnavopna. Sem dæmi um þetta má nefna að maðurinn sem hefur verið tilnefndur í utanríkisráðherrastól Írana hefur gagnrýnt kjarnorkuviðræður landsins við Evrópusambandið. Að hans mati ætti landið að tileinka sér harðari stefnu í þessum málum og halda sig alfarið frá málamiðlunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×