Erlent

Teikningar varpa ljósi á hörmungar

Teikningar barna í Darfur-héraði staðfesta að súdanska ríkisstjórnin hafi staðið á bak við herferðina þar undanfarin misseri, að mati tveggja starfsmanna mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem hafa unnið með börnum í héraðinu. Uppreisnarmenn í afrískum ættflokkum í Darfur héraði gripu til vopna í febrúar árið 2003, þegar þeim ofbauð kúgun arabísku ríkisstjórnarinnar. Átökin eiga sér reyndar mun lengri sögu en á þessum tveimur og hálfu ári hafa hundrað og áttatíu þúsund manns látið lífið og tvær milljónir manna hafa misst heimili sín. Ríkisstjórnin hefur verið ásökuð um að styðja arabískar dauðasveitir sem kallaðar voru Janjaweed og skildu eftir sig sviðna jörð hvar sem þær fóru. Þessu hefur ríkisstjórnin alltaf neitað. Tveir starfsmenn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch hafa nú unnið með börnun í Darfur og látið þau teikna það sem þau hafa upplifað síðustu árin. Og niðurstaðan er ótvíræð, að mati starfsmannanna. Þeir segja að vopnin sem börnin sýna á teikningum sínum gefa klárlega til kynna að börnin hafa upplifað miklar stríðshörmungar. Valdar myndi voru rammaðar inn og þannig sett saman sýning sem ferðast nú borga á milli um allan heim. Þótt ríkisstjórnin haldi því fram að allt sé nú með kyrrum kjörum í Darfur, berast enn fréttir af voðaverkum frá svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×