Fleiri fréttir

Hreyfing vinni gegn krabbameini

Gildi þess að hreyfa sig reglulega verður víst seint ofmetið. Enn ein rannsóknin hefur nú leitt í ljós að hressilegar og reglulegar líkamsæfingar hægja á og draga úr hættunni á blöðruhálskrabbameini í körlum. Þetta eru niðurstöður úr mjög viðamikilli rannsókn á tæplega 50 þúsund karlmönnum yfir fjórtán ára tímabíl.

Í vandræðum vegna gíslamála

Uppreisnarmenn í Írak hafa nú bæði gísla frá Japan og Ástralíu í haldi sínu en það eru þau tvö lönd sem hvað staðfastlegast hafa staðið við bakið á Bandaríkjastjórn í Írak. Ríkisstjórnir beggja landa eiga í töluverðum pólitískum vandræðum heima fyrir vegna þessa.

Gætti þess að styggja ekki Rússa

George Bush, Bandaríkjaforseti, sýndi af sér kæti og dansaði fyrir gestgjafa sína í opinberri heimsókn til Georgíu. Hann hældi þarlendum stjórnvöldum á hvert reipi en passaði sig þó á því, að reita ekki Rússa til reiði.

Grikkir noti aðeins nafnið fetaost

Lögfræðilegur ráðgjafi við Evrópudómstólinn hefur lagt það til að Grikkir fái einir að kalla fetaost því nafni og hvetur dómstólinn til þess að vísa frá málum Dana og Þjóðverja sem einnig vilja nota heitið á sína framleiðslu.

Rafsanjani í forsetaframboð

Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans, mun bjóða sig fram til embættisins aftur. Þetta hefur <em>Reuters-fréttastofan</em> eftir nánum aðstoðarmönnum hans í dag. Þeir segja að von sé á yfirlýsingu frá forsetanum fyrrverandi innan nokkurra stunda. Rafsanjani, sem er sjötugur, var við völd í landinu á árunum 1989-1997 en hann er hófsamur íhaldsmaður sem þykir hallur undir Vesturlönd.

Verjast bráðnun með jöklaábreiðu

Forsvarsmenn skíðasvæðis í Svissnesku-Ölpunum hafa gripið til óhefðbundins ráðs til þess að reyna að koma í veg fyrir mikla bráðnun jöklanna á svæðinu í sumarhitunum. Þeir hafa hulið hluta þeirra með risastórri plastábreiðu sem endurkastar sólargeislunum og kemur þannig í veg fyrir bráðnun.

Héraðsstjóra rænt í Írak

Byssumenn hafa rænt héraðsstjóranum í hinu róstusama Anbar-héraði í Írak ásamt fjórum lífvörðum hans. Frá þessu greindi bróðir hans í dag. Raja Nawaf hafði nýverið tekið við héraðsstjórn í Anbar en honum var rænt á veginum frá bænum Qaim nærri landamærunum að Sýrlandi og segir bróðir hans, Hamed, í samtali við <em>Reuters-fréttastofuna</em> að farið hafi verið með hann til Ramadi sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu.

Margir vilja ættleiða útburð

Fréttir af nýfæddu stúlkubarni sem fannst á víðavangi í útjaðri Naíróbí í Kenía í gær hafa heldur betur hreyft við Keníabúum því samkvæmt talsmönnum sjúkrahússins sem barnið dvelur á hafa fjölmargir hringt þangað og óskað eftir að ættleiða það. Stúlkan, sem nefnd var Engill, virðist hafa verið borin út en það var flækingstík sem bjargaði henni og kom henni fyrir hjá hvolpunum sínum.

Vinnuvikan styst í Noregi

Norðmenn vinna manna minnst í Evrópu, samkvæmt nýrri vinnumarkaðskönnun Evrópusambandsins. Lettar vinna hins vegar mest allra. Íslendingar voru ekki með í könnuninni en væru í þriðja sæti miðað við tölu Hagstofunnar fyrir síðasta ár.

Verstu timburmenn í sögu Danmerkur

Hátíðarhöldin vegna 200 ára fæðingarafmælis H.C. Andersen í Kaupmannahöfn á dögunum, eru á góðri leið með að verða eitt mesta menningarhneyksli Danmerkur fyrr og síðar.

Umdeild lagabreyting í Egyptalandi

Egypska þingið samþykkti í dag að breyta stjórnarskrá landsins á þann veg að fleiri en einn fái að bjóða sig fram í forsetakosningum, en hingað til hefur þingið tilnefnt einn mann sem þjóðin hefur svo greitt atkvæði um. Það var Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sem lagði til breytingarnar eftir að mjög hafði verið þrýst á hann innan lands sem utan að stuðla að meira lýðræði í landinu, en Mubarak hefur setið á forsetastóli í 24 ár.

Samið um nánara samstarf

Rússland og Evrópusambandið hafa gert samkomulag um nánara samstarf á ýmsum sviðum, þar á meðal í efnahags- og öryggismálum. Samkipti Rússlands og sambandsins hafa verið stirð um nokkurt skeið, m.a. vegna málefna Tsjetsjeníu og stækkunar ESB í austur en auk þess hafa nokkur fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna viljað nánari samskiptið Vestur-Evrópu.

Sellafield-mengun mælist hér

Óhappið í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield sem skýrt var frá í vikunni sýnir hversu lítið má út af bera til að hættuástand skapist. Stöðin skaðar ímynd íslenskra sjávarafurða og þá gildir einu hvort geislavirkni frá henni sé mikil eða lítil.

Hitti aðalandstæðing Pútíns

Það þykir táknrænt og segja meira en mörg orð um minnkandi velvild í garð Pútíns Rússlandsforseta að Bush Bandaríkjaforseti fór beint frá hátíðarhöldunum á Rauða torginu í gær til Georgíu að heimsækja einn höfuðandstæðing Pútíns.

Noregur sæki um árið 2007

Erna Solberg, leiðtogi norska Hægriflokksins, segir að árið 2007, þegar gera megi ráð fyrir að stjórnarskrársáttmáli Evrópusambandsins verði genginn í gildi, verði Norðmenn að gera aftur upp hug sinn til aðildar að sambandinu.

Eystrasaltslandamenn þroskist

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að engar líkur væru á því að rússnesk stjórnvöld myndu senda frá sér nýja yfirlýsingu um iðrun vegna leynisamnings Hitlers og Stalíns frá árinu 1939, sem leiddi til innlimunar Eystrasaltslandanna í Sovétríkin.

Ekki slakað á áritanareglum

Ekki náðist samkomulag um að Evrópusambandið slakaði á reglum um vegabréfsáritanir fyrir rússneska ríkisborgara á leiðtogafundi Rússlands og ESB í Moskvu í gær. En endurnýjuðum samstarfs- og viðskiptasamningi Rússa og sambandsins var þó fagnað sem stórum áfanga að bættum tengslum.

Helfararminnismerki vígt í Berlín

Nýtt minnismerki um helför nasista gegn gyðingum var vígt í Berlín í gær. Tilkoma þessa risastóra minnismerkis, sem er samsett úr yfir 2.700 misstórum steypublokkum, hefur átt sér langan aðdraganda en það var nú loks opnað almenningi við hátíðlega athöfn.

Bush fagnað í Georgíu

Fagnað af tugþúsundum heimamanna hvatti George W. Bush Bandaríkjaforseti í ræðu í Tíflis, höfuðborg fyrrverandi Sovétlýðveldisins Georgíu, í gær til útbreiðslu lýðræðis um öll þau lönd sem á dögum kalda stríðsins lutu stjórn kommúnista. Lýsti hann því yfir að kúgaðar þjóðir krefðust frelsis, og það skyldu þær fá.

Vilja hindra vitnisburð

Bandarískur alríkisdómari samþykkti í gær kröfu lögmanna Sameinuðu þjóðanna um tímabundið bann við því að maður sem átti þátt í að rannsaka svonefnda olíu-fyrir-mat-áætlun samtakanna mætti leggja fram trúnaðargögn úr rannsókninni fyrir bandarískar þingnefndir.

Ruglað saman af ásettu ráði

Vera má að Abu Faraj al-Libbi sem handtekinn var í síðustu viku í Pakistan sé ekki eins hátt settur innan al-Kaída eins og stjórnvöld halda fram.

Særðist í árás í Írak

Íslenskur öryggisvörður slasaðist í sprengjuárás í Írak um helgina, að sögn fréttastofu <em>ATP</em>. Tuttugu og tveir létust í árásinni, sem beindist að bílalest öryggisfyrirtækisins CTU Consulting. Nærri 60 manns slösuðust og þeirra á meðal voru fimm erlendir öryggisverðir og að sögn <em>ATP</em> var einn þeirra íslenskur. Hinir fjórir voru frá Ástralíu og Bandaríkjunum. Enginn þeirra slasaðist lífshættulega og hafa allir utan einn þegar verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.

Tveir hermenn felldir í Afganistan

Tveir bandarískir hermenn féllu í valinn í bardögum við skæruliða í Afganistan í gærkvöldi. Hópur hermanna leitaði nokkurra uppreisnarmanna nærri borginni Jalalabad þegar til átaka kom. Undanfarinn einn og hálfan mánuð hafa meira en hundrað manns látist í bardögum í Afganistan en í marga mánuði þar á undan var mjög rólegt í landinu.

Minnast fallinna í Moskvu

Meira en 50 þjóðarleiðtogar eru komnir til Moskvu, höfuðborgar Rússlands, til að minnast 27 milljóna Sovétmanna sem létu lífið í seinni heimstyrjöldinni. Athöfnin í Moskvu í dag er lokahnykkur viðburða sem haldnir hafa verið um alla Evrópu um helgina til þess að minnast þess að sextíu ár eru frá lokum stríðsins.

Norðmenn örlátastir

Norðmenn gefa hlutfallslega mest allra þjóða til hjálparstarfs í fátækum löndum. Á síðasta ári námu framlög Norðmanna til hjálparstarfs 0,9 prósentum af landsframleiðslu þeirra. Næsthæst er hlutfallið í Danmörku og Lúxemborg, þar sem það nemur rúmlega 0,8 prósentum.

Suharto alvarlega veikur

Suharto, fyrrverandi forseti Indónesíu, er nú á gjörgæslu en hann var fluttur á sjúkrahús á fimmtudaginn var vegna veikinda. Að sögn lækna hefur honum blætt innvortis og eru taldar helmingslíkur á að hann nái sér. Suharto, sem er 83 ára, hefur átt við erfið veikindi að stríða frá árinu 1998 þegar honum var komið frá völdum vegna ásakana um spillingu og mannréttindabrot, en hann hafði þá verið við völd í Asíuríkinu í 32 ár.

Mannskætt rútuslys í Perú

Þrjátíu og sjö létust og sautján slösuðust þegar rúta steyptist ofan í gil í Andesfjöllum í Perú í gær. Yfirvöld hafa ekki greint frá ástæðum slyssins en þeir sem komust af segja að erfið skilyrði, rigning og þoka, hafi valdið því að bílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún steyptist ofan í 300 metra djúpt gilið.

Segja IRA hafa þjálfað Farc

Yfirvöld í Kólumbíu segja greinilegt að Írski lýðveldisherinn, IRA, hafi þjálfað skæruliðahreyfingar landsins og segjast sjá augljós merki þess að liðsmenn Farc, uppreisnarhreyfingarinnar, noti sömu aðferðir og IRA hefur notað á Norður-Írlandi. Nýjar aðferðir kólumbískra uppreisnamanna hafa komið þarlendum yfirvöldum á óvart.

Mataræði ömmu hefur líka áhrif

Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að matarræði ömmu hefur áhrif á það hvort barnabarnið fær sykursýki eða þjáist af offitu. Þetta er í fyrsta sinn sem í ljós koma slík bein áhrif yfir tvær kynslóðir. Vitað var að lélegt matarræði móður á meðgöngu hefur áhrif á líkurnar á sykursýki barnsins en nú bendir flest til þess að matarræði móðurömmunnar hafi líka áhrif.

Komu í veg fyrir rigningu á athöfn

Fallinna Sovétmanna úr heimsstyrjöldinni síðari er minnst á Rauða torginu í Moskvu í dag. Rússnesk yfirvöld beittu óhefðbundnum aðferðum til að koma í veg fyrir að það rigndi á alla þjóðarleiðtogana sem voru þar í sínu fínasta pússi.

Felldu 75 uppreisnarmenn í Írak

Bandarískir hermenn hófu í gær áhlaup á stöðvar uppreisnarmanna í vesturhluta Íraks, við landamæri Sýrlands. Að minnsta kosti 75 liggja í valnum, þar á meðal erlendir málaliðar.

Viðvörunarkerfi fyrir haustið 2007

Yfirvöld í Indlandi greindu frá því í dag að búið yrði að koma upp fljóðbylgjuviðvörunarkerfi fyrir vestur- og austurströnd landsins í september 2007. Ríflega níu þúsund manns létust í landinu í flóðbylgjunni í Suðaustur-Asíu annan dag jóla og þrjú þúsund er enn saknað. Því hafa verið uppi háværar raddir um að koma upp viðvörunarkerfi á svæðinu til að koma í veg fyrir viðlíka mannfall ef flóðbygljur ríða yfir svæðið aftur.

Banna vespur vegna þjófnaða

Borgaryfirvöld í Napólí hafa tekið til þess ráðs að banna vespur í hinum sögufræga miðbæ borgarinnar. Þetta er gert til að reyna að fækka þjófnuðum og veita borgurum og ferðmönnum meira öryggi, en þjófar hafa um nokkurt skeið notað þessi faratæki á flótta undan lögreglunni. Erfitt hefur verið að hafa hendur í hári þjófanna auk þess sem vegfarendur eru í nokkurri hættu á meðan á flóttanum stendur.

Segir uppbyggingu varla hafna

Uppbyggingarstarf í Aceh-héraði er varla hafið, rúmum fjórum mánuðum eftir að héraðið varð mjög illa úti í flóbylgjunni annan dag jóla. Þetta segir yfirmaður indónesískrar stofnunar sem samhæfa á enduruppbyggingu í héraðinu. Sakaði hann indónesísk stjórnvöld um að draga lappirnar í hjálparstarfinu og hamla öllu starfi með skrifræði sem m.a. kemur í veg fyrir að hægt sé að dreifa því fé sem innlend og erlend stjórnvöld hafa heitið til uppbyggingar á svæðinu.

Hafnaði fóstureyðingarlögum í Íran

Æðstu yfirvöld í löggjafarmálum Írans, svokallað Varðaráð, hafa hafnað sértækum fóstureyðingarlögum sem samþykkt voru á íranska þinginu fyrir skemmstu. Samkvæmt þeim átti að leyfa fóstureyðingar ef líf móður væri í hættu eða ef ljóst þætti að barnið yrði fatlað, en stuðningsmenn frumvarpsins sögðu að fötluð börn væru fjárhagsleg byrði á fjölskyldum.

Ákærðir fyrir aðild að þjóðarmorði

Réttarhöld hófust í Belgíu í dag yfir tveimur hálfbræðrum frá Rúanda sem ákærðir eru fyrir aðild sína að þjóðarmorði í Rúanda árið 1994. Þeim er gefið að sök að hafa aðstoðað hermenn úr ættbálki Hútúa að myrða um 50 þúsund manns með því að útvega þeim farartæki og gefið þeim bjór eftir drápin.

Flækingstík bjargaði ungbarni

Flækingstík bjargaði nýfæddu stúlkubarni sem borið hafði verið út í skógi í útjaðri Naíróbí í Kenía. Barnið var í pastpoka og hafði tíkin borið það í pokanum yfir mikla umferðargötu og í gegnum gaddavírsgirðingu áður en hún kom því fyrir hjá hvolpunum sínum. Barnið fannst svo innan um úrgang úr hvolpunum eftir að nokkrir strákar úr hverfinu heyrðu barnsgrát.

Segjast hafa rænt Japana

Íslamskur uppreisnarhópur í Írak, Hermenn Ansar al-Sunna, greindi frá því í yfirlýsingu á Netinu í dag að hann hefði rænt Japana sem starfaði á vegum Bandaríkjahers í landinu. Andspyrnumennirnir birtu mynd af japönsku vegabréfi með nafninu Akihiko Saito ásamt skilríki þar sem fram kom að hann starfaði að öryggismálum.

Unnið verði að kjarnorkumálum

Íranar hyggjast halda áfram verkefnum tengdum auðgun úrans á næstu dögum. Þetta hefur IRNA-fréttastofan eftir næstæðsta manni innan kjarnorkustofnunar Írans í dag. Um er að ræða vinnu í Isfahan-verinu en þar er úran gert hreinna þannig að hægt sé að nota það sem eldsneyti í kjarnorkuveri eða kjarnorkuvopn sé það hreinsað enn frekar.

Eystrasaltsríki hunsuðu hátíðahöld

Endaloka heimsstyrjaldarinnar síðari var í dag minnst í Moskvu með hersýningu og hátíðarhöldum. Ekki eru allir á eitt sáttir og Eystrasaltslöndin hunsuðu hátíðarhöldin þar sem endalok Hitlers og heimstyrjaldarinnar marka líka upphafið að hernámi Sovétríkjanna..

Berrassaðir Belgar í Brugge

Tvö þúsund berrassaðir Belgar hlupu um götur Brugge-borgar um helgina í nafni listarinnar. Fólkið var að hlýða kalli hins heimsfræga ljósmyndara Spencers Tunicks sem fær fólk um allan heim til að afklæðast og gera undarlegustu hluti svo hann megi ná þeim á mynd. Belgarnir létu fimbulkulda og hellirigningu ekki á sig fá og sigldu á bátum um síki borgarinnar og hlupu til og frá eftir duttlungum Tunicks.

Geislavirkur leki í Sellafield

Í ljós hefur komið að um 20 tonn af stórhættulegri blöndu geislavirkra efna hafa lekið úr hriplekum pípum í Sellafield, kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Bretlandi.

Slasaðist ekki alvarlega í árás

Faðir Jóns Ólafssonar, íslenska öryggisvarðarins sem slasaðist þegar sprengjuárás var gerð á bílalest hans í Írak á laugardag, segir son sinn ekki alvarlega meiddan þrátt fyrir að hann hafi fengið sprengjubrot í andlitið.

30 kílómetra löng röð fólks

Stríðslokanna er minnst víða í Evrópu í dag en þann 8. maí 1945 var uppgjöf nasista fyrir bandamönnum staðfest. Mikil hátíðarhöld fara fram í Þýskalandi og Frakklandi. Af því tilefni verður mynduð 30 kílómetra löng keðja fólks í Berlín en fólkið heldur á kerti til þess að minnast stríðslokanna.

Aðstoðuðu við morðin í Rúanda

Tveir menn frá Rúanda munu koma fyrir rétt í Belgíu á morgun þar sem þeir verða sóttir til saka fyrir aðild þeirra að þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994. Réttað verður yfir mönnunum fyrir alþjóðlegum dómstóli í Belgíu en þeir voru búsettir í landinu þegar þeir voru handteknir árið 2002.

Sjá næstu 50 fréttir