Erlent

Segja IRA hafa þjálfað Farc

Yfirvöld í Kólumbíu segja greinilegt að Írski lýðveldisherinn, IRA, hafi þjálfað skæruliðahreyfingar landsins og segjast sjá augljós merki þess að liðsmenn Farc, uppreisnarhreyfingarinnar, noti sömu aðferðir og IRA hefur notað á Norður-Írlandi. Nýjar aðferðir kólumbískra uppreisnamanna hafa komið þarlendum yfirvöldum á óvart. Þrír Írar voru fyrir nokkrum árum handteknir í Kólumbíu og dæmdir fyrir að hafa þjálfað uppreisnarmenn í sprengjutækni og almennum hryðjuverkum. Þeir struku og ganga nú lausir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×