Erlent

Hafnaði fóstureyðingarlögum í Íran

Æðstu yfirvöld í löggjafarmálum Írans, svokallað Varðaráð, hafa hafnað sértækum fóstureyðingarlögum sem samþykkt voru á íranska þinginu fyrir skemmstu. Samkvæmt þeim átti að leyfa fóstureyðingar ef líf móður væri í hættu eða ef ljóst þætti að barnið yrði fatlað, en stuðningsmenn frumvarpsins sögðu að fötluð börn væru fjárhagsleg byrði á fjölskyldum. Varðaráðið, sem samanstendur af sex lögmönnum og jafnmörgum klerkum, hafnaði þessu hins vegar og sagði að það stríddi gegn Sharia-lögum íslams að framkvæma fóstureyðingu þegar barn væri fatlað á einhvern hátt. Hins vegar var ekki ljóst hvort ráðið hefði fallist á að leyfa fóstureyðingar þegar líf móðurinnar er í hættu, en írakska þingið getur endurskoðað lögin og sent þau aftur til ráðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×