Erlent

Unnið verði að kjarnorkumálum

MYND/AP
Íranar hyggjast halda áfram verkefnum tengdum auðgun úrans á næstu dögum. Þetta hefur IRNA-fréttastofan eftir næstæðsta manni innan kjarnorkustofnunar Írans í dag. Um er að ræða vinnu í Isfahan-verinu en þar er úran gert hreinna þannig að hægt sé að nota það sem eldsneyti í kjarnorkuveri eða kjarnorkuvopn sé það hreinsað enn frekar. Bandaríkjamenn telja að Íranar hyggi aðeins á það síðarnefnda en Íranar hafa staðfastlega neitað því og segjast aðeins ætla að nota kjarnorkubyggingar sínar til orkuframleiðslu fyrir landið. Íranar féllust á að gera hlé á kjarnorkuáætlun sinni í nóvember í viðræðum við fulltrúa Evrópusambandsins sem deila áhyggjum Bandaríkjamanna en samningaviðræður um að Íranar leggi áætlunina algerlega á hilluna hafa ekki skilað árangri. Hafa talsmenn Evrópusambandsins og Bandaríkjanna látið hafa það eftir sér að haldi Íranar áætlun sinni til streitu muni þeir vísa málinu til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×