Erlent

Flækingstík bjargaði ungbarni

Flækingstík bjargaði nýfæddu stúlkubarni sem borið hafði verið út í skógi í útjaðri Naíróbí í Kenía. Barnið var í pastpoka og hafði tíkin borið það í pokanum yfir mikla umferðargötu og í gegnum gaddavírsgirðingu áður en hún kom því fyrir hjá hvolpunum sínum. Barnið fannst svo innan um úrgang úr hvolpunum eftir að nokkrir strákar úr hverfinu heyrðu barnsgrát. Talið er stúlkan hafi verið í pokanum í tvo daga áður en hundurinn fann hana í skóginum og þykir með ólíkindum að hún skuli vera á lífi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×