Erlent

Mataræði ömmu hefur líka áhrif

Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að matarræði ömmu hefur áhrif á það hvort barnabarnið fær sykursýki eða þjáist af offitu. Þetta er í fyrsta sinn sem í ljós koma slík bein áhrif yfir tvær kynslóðir. Vitað var að lélegt matarræði móður á meðgöngu hefur áhrif á líkurnar á sykursýki barnsins en nú bendir flest til þess að matarræði móðurömmunnar hafi líka áhrif. Vísindamennirnir byggja niðurstöður sínar á rannsóknum á rottum en segja að frekari rannsókna sé þörf til að staðfesta málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×