Erlent

Héraðsstjóra rænt í Írak

Byssumenn hafa rænt héraðsstjóranum í hinu róstusama Anbar-héraði í Írak ásamt fjórum lífvörðum hans. Frá þessu greindi bróðir hans í dag. Raja Nawaf hafði nýverið tekið við héraðsstjórn í Anbar en honum var rænt á veginum frá bænum Qaim nærri landamærunum að Sýrlandi og segir bróðir hans, Hamed, í samtali við Reuters-fréttastofuna að farið hafi verið með hann til Ramadi sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu. Hafa byssumennirnir farið fram á það að héraðsstjórinn bindi enda á átök í Qaim en þar hefur slegið í brýnu milli ættbálks hans og fylgismanna al-Qaida leiðtogans Abus Musabs al-Zarqawis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×