Erlent

Noregur sæki um árið 2007

Erna Solberg, leiðtogi norska Hægriflokksins, segir að árið 2007, þegar gera megi ráð fyrir að stjórnarskrársáttmáli Evrópusambandsins verði genginn í gildi, verði Norðmenn að gera aftur upp hug sinn til aðildar að sambandinu. "Þá munu ný aðildarríki knýja dyra, þá hefst nýr kafli og þá verðum við að taka afstöðu," sagði Solberg á landsþingi flokksins sl. föstudag, eftir því sem Aftenposten greinir frá. Solberg vill að Norðmenn leggi á ný inn aðildarumsókn á næsta kjörtímabili Stórþingsins, en kosið verður næst til þess í haust. Forsenda fyrir umsókn sé þó að Verkamannaflokkurinn styðji hana líka og að hún njóti öruggs meirihlutastuðnings almennings.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×