Erlent

Banna vespur vegna þjófnaða

Borgaryfirvöld í Napólí hafa tekið til þess ráðs að banna vespur í hinum sögufræga miðbæ borgarinnar. Þetta er gert til að reyna að fækka þjófnuðum og veita borgurum og ferðmönnum meira öryggi, en þjófar hafa um nokkurt skeið notað þessi faratæki á flótta undan lögreglunni. Erfitt hefur verið að hafa hendur í hári þjófanna auk þess sem vegfarendur eru í nokkurri hættu á meðan á flóttanum stendur. Nú þarf því að teyma vespur í gegnum miðbæinn með slökkt á vélinni eða einfaldlega að skilja það eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×