Erlent

Minnast fallinna í Moskvu

Meira en 50 þjóðarleiðtogar eru komnir til Moskvu, höfuðborgar Rússlands, til að minnast 27 milljóna Sovétmanna sem létu lífið í seinni heimstyrjöldinni. Athöfnin í Moskvu í dag er lokahnykkur viðburða sem haldnir hafa verið um alla Evrópu um helgina til þess að minnast þess að sextíu ár eru frá lokum stríðsins. Meðal þeirra sem verða á Rauða torginu í dag verður George Bush Bandaríkjaforseti og verður hann þar með fyrsti forseti Bandaríkjanna sem tekur þátt í opinberri athöfn á Rauða torginu. Bush og Valdímír Pútín Rússlandsforseti hittust í gær og snæddu saman en í nokkra daga þar á undan höfðu þeir skipst á að gagnrýnum yfirlýsingum í fjölmiðlum. Í gær gerðu þeir þó hlé á og lögðu þess í stað áherslu á sameiginlega stefnu landanna tveggja í málefnum Miðausturlanda og baráttunni gegn hryðjuverkum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×