Sellafield-mengun mælist hér 10. maí 2005 00:01 Íslendingar voru enn og aftur minntir á óþægilegan nágranna sinn suður af landinu þegar fregnir bárust af leka á geislavirkum efnum í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield á mánudaginn. Ríki sem liggja að hafsvæðunum í nágrenninu hafa lengi barist fyrir lokun stöðvarinnar enda má gera ráð fyrir að fiskimið myndu eyðileggjast og afurðamarkaðir erlendis hryndu ef alvarlegt slys yrði í stöðinni. Hágeislavirk sundlaug Óhappið í THORP-stöðinni í Sellafield, Cumbria-héraði í norðvesturhluta Englands, varð reyndar fyrir tæpum mánuði síðan en ekki hefur verið skýrt frá því fyrr en nú. Þá láku um sjötíu rúmmetrar af hágeislavirkum vökva úr leiðslu sem lá á milli tanka, nóg til að fylla 25 metra langa sundlaug. Vökvinn innhélt úran og um 200 kíló af plútoni en úr því má búa til tuttugu kjarnorkusprengjur. Úrgangurinn rann sem betur fer ekki út í umhverfið heldur í sérstaka safntanka sem taka við efnunum þegar leki verður. Tankarnir eru nú svo geislavirkir að fjarstýrð vélmenni verða notuð við hreinsun og viðgerðir. Stöðin verður að líkindum lokuð í marga mánuði á meðan hreinsun stendur yfir og mun slysið kosta breska skattgreiðendur stórfé. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Sellafield-stöðin kemst í fréttirnar en í febrúar viðurkenndu forsvarsmenn hennar að ekki hefði tekist að gera grein fyrir 29,5 kílóum af plútóni sem vantaði í birgðareikninga stöðvarinnar. Ekki er þó talið efnið hafi farið út af svæðinu. Stefnt að aukinni framleiðslu Sellafield er ein þriggja kjarnorkuendurvinnslustöðva í heiminum, hinar eru í Frakklandi og Rússlandi - Dounreay-verinu í Skotlandi var lokað árið 1996 en það var mikill þyrnir í augum Íslendinga. Önnur ríki geyma sinn kjarnorkuúrgang eða flytja hann til endurvinnslulandanna. Í dag eru fjórir kjarnaofnar í Sellafield, tvö endurvinnsluver og ein verksmiðja til að meðhöndla hágeislavirkan afgangsvökva. Mest mengunin kemur frá endurvinnsluverunum og því er það sérstakt áhyggjuefni að fyrirtækið sem rekur stöðina hyggst auka framleiðsluna í verunum sem mun auka enn á úrgangslosunina frá þeim. Ástæðan er ekki spurn eftir endurunnu kjarnorkueldsneyti heldur miklu frekar að verksmiðjunni hefur aldrei tekist að ná þeirri framleiðslugetu sem að var stefnt og því hafa birgðir af óunnum úrgangi hlaðist upp. Merkjanleg mengun við Ísland. Ýmsar hættur fylgja starfseminni í Sellafield. Geislavirk efni eru stöðugt flutt til og frá stöðinni og skapa flutningarnir alltaf nokkra hættu sama hversu mikillar varúðar er gætt við þá. Á síðustu árum hefur svo ótti manna af hryðjuverkaárás á Sellafield farið vaxandi en afleiðingar slíkrar árásar yrðu geigvænlegar þótt ólíkleg sé. Leki geislavirks úrgangs út í hafið er hins vegar sú vá sem nágrannaþjóðirnar hafa mestar áhyggjur af enda er hún yfirstandandi og viðvarandi. Úrgangurinn berst út í Írlandshaf, þaðan bera hafstraumar hann í Norðursjó og upp Barentshaf og síðan aftur til suðurs með Austur-Grænlandsstraumnum. Að sögn Sigurðar M. Magnússonar, forstjóra Geislavarna ríkisins, er merkjanlegur munur á geislavirkni í hafinu fyrir norðan og sunnan landið. "Það umframmagn sem við sjáum í hafinu fyrir norðan Ísland á rætur sínar að rekja til Sellafield. Það tekur efnin 8-10 ár að berast hingað norður eftir og styrkur þeirra þegar hingað er komið er mjög lítill. Þau eru samt vel greinanleg." Sellafield skaðar ímynd Íslands Geislavirkni í íslenskum sjávarafurðum mælist um 0,2-0,4 einingar, mun minni en í Norðursjávarfiski. Hættumörk eru miðuð við þúsund einingar og því er geislavirknin hverfandi. Sigurður bendir á til samanburðar að allir jarðarbúar hafi að jafnaði um 40 einingar af geislavirku kalíni í líkamanum auk ýmissa annarra geislavirkra efna sem við fáum úr andrúmslofti og matvælum. Hins vegar segir Sigurður að lítil geislavirkni breyti engu um það að Sellafield-stöðin sé gagnstæð okkar hagsmunum. "Umræða um geislavirk efni í sjávarafurðum er mjög neikvæð fyrir Íslendinga út frá efnahagslegum sjónarhól. Hún getur haft í för með sér að viðskiptavinir okkar erlendis vilji ekki kaupa íslenskar sjávarafurðir vegna umræðu um raunverulega eða ímyndaða hættu á geislavirkum efnum sem í þeim geta verið." Með öðrum orðum, þótt geislavirknin sé í sjálfu sér ekki vandamál í dag þá getur sjálf starfsemin, sama hversu örugg hún er, kastað rýrð á orðspor íslensks sjávarfangs. Atvik eins og skýrt var frá í vikunni geta þannig haft mjög neikvæð áhrif enda þótt umhverfisslysi hafi verið afstýrt. Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Íslendingar voru enn og aftur minntir á óþægilegan nágranna sinn suður af landinu þegar fregnir bárust af leka á geislavirkum efnum í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield á mánudaginn. Ríki sem liggja að hafsvæðunum í nágrenninu hafa lengi barist fyrir lokun stöðvarinnar enda má gera ráð fyrir að fiskimið myndu eyðileggjast og afurðamarkaðir erlendis hryndu ef alvarlegt slys yrði í stöðinni. Hágeislavirk sundlaug Óhappið í THORP-stöðinni í Sellafield, Cumbria-héraði í norðvesturhluta Englands, varð reyndar fyrir tæpum mánuði síðan en ekki hefur verið skýrt frá því fyrr en nú. Þá láku um sjötíu rúmmetrar af hágeislavirkum vökva úr leiðslu sem lá á milli tanka, nóg til að fylla 25 metra langa sundlaug. Vökvinn innhélt úran og um 200 kíló af plútoni en úr því má búa til tuttugu kjarnorkusprengjur. Úrgangurinn rann sem betur fer ekki út í umhverfið heldur í sérstaka safntanka sem taka við efnunum þegar leki verður. Tankarnir eru nú svo geislavirkir að fjarstýrð vélmenni verða notuð við hreinsun og viðgerðir. Stöðin verður að líkindum lokuð í marga mánuði á meðan hreinsun stendur yfir og mun slysið kosta breska skattgreiðendur stórfé. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Sellafield-stöðin kemst í fréttirnar en í febrúar viðurkenndu forsvarsmenn hennar að ekki hefði tekist að gera grein fyrir 29,5 kílóum af plútóni sem vantaði í birgðareikninga stöðvarinnar. Ekki er þó talið efnið hafi farið út af svæðinu. Stefnt að aukinni framleiðslu Sellafield er ein þriggja kjarnorkuendurvinnslustöðva í heiminum, hinar eru í Frakklandi og Rússlandi - Dounreay-verinu í Skotlandi var lokað árið 1996 en það var mikill þyrnir í augum Íslendinga. Önnur ríki geyma sinn kjarnorkuúrgang eða flytja hann til endurvinnslulandanna. Í dag eru fjórir kjarnaofnar í Sellafield, tvö endurvinnsluver og ein verksmiðja til að meðhöndla hágeislavirkan afgangsvökva. Mest mengunin kemur frá endurvinnsluverunum og því er það sérstakt áhyggjuefni að fyrirtækið sem rekur stöðina hyggst auka framleiðsluna í verunum sem mun auka enn á úrgangslosunina frá þeim. Ástæðan er ekki spurn eftir endurunnu kjarnorkueldsneyti heldur miklu frekar að verksmiðjunni hefur aldrei tekist að ná þeirri framleiðslugetu sem að var stefnt og því hafa birgðir af óunnum úrgangi hlaðist upp. Merkjanleg mengun við Ísland. Ýmsar hættur fylgja starfseminni í Sellafield. Geislavirk efni eru stöðugt flutt til og frá stöðinni og skapa flutningarnir alltaf nokkra hættu sama hversu mikillar varúðar er gætt við þá. Á síðustu árum hefur svo ótti manna af hryðjuverkaárás á Sellafield farið vaxandi en afleiðingar slíkrar árásar yrðu geigvænlegar þótt ólíkleg sé. Leki geislavirks úrgangs út í hafið er hins vegar sú vá sem nágrannaþjóðirnar hafa mestar áhyggjur af enda er hún yfirstandandi og viðvarandi. Úrgangurinn berst út í Írlandshaf, þaðan bera hafstraumar hann í Norðursjó og upp Barentshaf og síðan aftur til suðurs með Austur-Grænlandsstraumnum. Að sögn Sigurðar M. Magnússonar, forstjóra Geislavarna ríkisins, er merkjanlegur munur á geislavirkni í hafinu fyrir norðan og sunnan landið. "Það umframmagn sem við sjáum í hafinu fyrir norðan Ísland á rætur sínar að rekja til Sellafield. Það tekur efnin 8-10 ár að berast hingað norður eftir og styrkur þeirra þegar hingað er komið er mjög lítill. Þau eru samt vel greinanleg." Sellafield skaðar ímynd Íslands Geislavirkni í íslenskum sjávarafurðum mælist um 0,2-0,4 einingar, mun minni en í Norðursjávarfiski. Hættumörk eru miðuð við þúsund einingar og því er geislavirknin hverfandi. Sigurður bendir á til samanburðar að allir jarðarbúar hafi að jafnaði um 40 einingar af geislavirku kalíni í líkamanum auk ýmissa annarra geislavirkra efna sem við fáum úr andrúmslofti og matvælum. Hins vegar segir Sigurður að lítil geislavirkni breyti engu um það að Sellafield-stöðin sé gagnstæð okkar hagsmunum. "Umræða um geislavirk efni í sjávarafurðum er mjög neikvæð fyrir Íslendinga út frá efnahagslegum sjónarhól. Hún getur haft í för með sér að viðskiptavinir okkar erlendis vilji ekki kaupa íslenskar sjávarafurðir vegna umræðu um raunverulega eða ímyndaða hættu á geislavirkum efnum sem í þeim geta verið." Með öðrum orðum, þótt geislavirknin sé í sjálfu sér ekki vandamál í dag þá getur sjálf starfsemin, sama hversu örugg hún er, kastað rýrð á orðspor íslensks sjávarfangs. Atvik eins og skýrt var frá í vikunni geta þannig haft mjög neikvæð áhrif enda þótt umhverfisslysi hafi verið afstýrt.
Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira