Fleiri fréttir Ein fallegasta múmía sögunnar Ein fallegasta múmía sem sögur fara af fannst við uppgröft í Egyptalandi á dögunum. Múmían er um 2300 ára gömul. Hún fannst við uppgröft á greftrunarsvæði Titi konungs í Sakkarra, suður af Kaíró, fyrir tveimur mánuðum en var ekki sýnd fyrr en nýlega. 8.5.2005 00:01 Íslendingur særðist í sprengjuárás Íslenskur öryggisvörður særðist í bílsprengjuárás sem kostaði tvo samstarfsmenn hans lífið í Bagdad á laugardag. "Ég held hann hafi sloppið við varanleg meiðsli, hann er að minnsta kosti mjög lítið slasaður sem betur fer," sagði Ólafur E. Magnússon, faðir Jóns Ólafssonar, í gærkvöldi. 8.5.2005 00:01 Lá við átökum í Berlín Fjöldi fólks kom saman víðs vegar um Evrópu í gær til að minnast þess að 60 ár væru liðin frá því bardögum seinni heimsstyrjaldar í Evrópu lauk formlega. 8.5.2005 00:01 Vita lítið um Þýskaland nútímans Bretar eru einstaklega áhugasamir um Þýskaland undir stjórn nasista en vita sáralítið um sögu þess eftir seinni heimsstyrjöld, sagði Thomas Matussek, sendiherra Þýskalands í Bretlandi, í viðtali við Sunday Telegraph. 8.5.2005 00:01 Kvartmilljón mótmælti 250 þúsund manns mótmæltu stefnu stjórnvalda á fjöldafundi helsta stjórnarandstöðuflokksins í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu í gær. <font face="Helv"></font> 8.5.2005 00:01 Neita að sleppa föngum Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar myndu ekki sleppa fleiri Palestínumönnum úr fangelsi fyrr en palestínska heimastjórnin hefði gripið til harðari aðgerða gegn herskáum hreyfingum Palestínumanna en nú er. 8.5.2005 00:01 Ólga í Mjanmar Mikill viðbúnaður er í Mjanmar eftir að ellefu manns biðu bana og 162 særðust í þremur sprengjutilræðum á laugardaginn. Sprengingarnar urðu á fjölförnum stöðum, í verslunarkjörnum og ráðstefnumiðstöð. 8.5.2005 00:01 700 þúsund fá atvinnuleyfi Spænska stjórnin hefur ákveðið að veita 700 þúsund ólöglegum innflytjendum atvinnu- og búsetuleyfi. Ákvörðunin kemur í kjölfar gagngerrar uppstokkunar í málefnum innflytjenda. 8.5.2005 00:01 Mannréttindaráðherrann hættur Enn og aftur er komið babb í bátinn í írösku stjórnarmynduninni. Þegar útlit var fyrir að skipað hefði verið í öll ráðherraembætti neitaði eitt ráðherraefnanna að taka við stöðu sinni. 8.5.2005 00:01 Tony Blair hvattur til afsagnar Áhrifamenn í Verkamannaflokknum hvetja Tony Blair til að taka pokann sinn og láta Gordon Brown forsætisráðherraembættið eftir. Strax er farið að bera á spennu í samskiptum þeirra. 8.5.2005 00:01 Hundruð flóttamanna á hverri nóttu Tugir ef ekki hundruð flóttamanna reyna að komast yfir Ermarsundið frá Frakklandi til Bretlands á hverri einustu nóttu. Bresk stjórnvöld vilja hins vegar hefta strauminn og því hefur landamæraeftirlit verið hert svo mjög að það er orðið fátítt að menn sleppi í gegn. 8.5.2005 00:01 Fundu fjöldagröf í Írak Fjöldagröf með 1500 líkum hefur fundist í suðurhluta Íraks. Talið er að líkamsleifarnar séu af Kúrdum sem voru hraktir frá heimilum sínum seint á níunda áratug síðustu aldar. Flest fórnarlambanna voru konur og börn sem var stillt upp á grafarbakkanum og skotin með AK-47 hríðskotariflum. 30.4.2005 00:01 Þing greiði atkvæði um stríðsaðild Þingið en ekki forsætisráðherra ætti að taka af skarið um hvort að Bretland tekur þátt í stríðsrekstri, segir Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, í viðtali sem birtist í morgun. Hann kveðst þar styðja að framvegis verði stuðst við fordæmi sem sett var fyrir Íraksstríðið þar sem þingheimur fékk að greiða atkvæði um hvort fara ætti í stríð. 30.4.2005 00:01 Beindi flugvél inn á lokaða braut Litlu munaði að illa færi á alþjóðaflugvellinum við Tókýó í morgun þegar að flugumferðarstjóri sagði flugmönnum farþegavélar að lenda á flugbraut sem lokað hafði verið vegna viðhalds. Vélin lenti á brautinni en svo vel vildi til að engar vinnuvélar eða annar búnaður var á brautinni á því augnabliki. 30.4.2005 00:01 Stjórnvöld endurskoði afstöðu sína Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands, en henni var synjað um fjárstuðning frá utanríkisráðuneytinu í vikunni. Í ályktuninni hvetur stjórn BRSB stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína um fjárstuðning við Mannréttindaskrifstofuna og tryggja henni traustan starfsgrundvöll. 30.4.2005 00:01 Slösuðust í sprengingu í Tyrklandi Fimm tyrkneskir lögreglumenn slösuðust í sprengingu í ferðamannabænum Kusadasi í vesturhluta Tyrklands í morgun. Lögreglumennirnir höfðu verið kallaðaðir að styttu í bænum til þess að rannsaka grunsamlegan pakka sem var þar og voru að girða svæðið af þegar sprengjan sprakk. Einn lögreglumannanna missti handlegg í sprengingunni en allir fimm voru fluttir á sjúkrahús. Ekki er ljóst hver stóð á bak við tilræðið. 30.4.2005 00:01 Flest líkin af konum og börnum Fjöldagröf með 1500 líkum hefur fundist í suðurhluta Írak. Flest eru líkin af börnum og konum. Alls hafa um 300 slíkar grafir fundist frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum í landinu. 30.4.2005 00:01 Deila um lát leyniþjónustumanns Harðar deilur eru sprottnar á milli Ítala og Bandaríkjamanna um rannsókn á dauða ítalsks leyniþjónustumanns í Írak. Ítalar hafa í kjölfarið skipað ríkissaksóknara landsins að hraða sinni rannsókn. 30.4.2005 00:01 Andstæðingum stjórnarskrár fækkar Andstæðingar stjórnarskrár Evrópusambandsins í Frakklandi eru nú færri en stuðningsmennirnir, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn síðan í mars sem könnun bendir til þessa. Dagblaðið <em>Le Monde</em> birti nýjustu könnunina í morgun og samkvæmt henni eru 52 prósent aðspurðra fylgjandi stjórnarskránni en 48 prósent á móti henni. 30.4.2005 00:01 Taldi þjóðsögur verk Shakespears Hvaða eyland í Norður-Atlantshafi er tengt sögum og þjóðsögum frá 13. öld? Flestir Íslendingar gætu líkast til getið sér til um það en ekki landafræðispekingarnir ungu sem tóku þátt í landafræðikeppni <em>National Geographic</em> í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Hetjan Jared Martin frá bænum Lititz var viss um að þarna væri átt við Stóra-Bretland og taldi víst að þjóðsögurnar sem um ræddi væru verk Shakespears. 30.4.2005 00:01 Einn lést í sprengingu í Kaíró Einn lést og sjö særðust í sprengingu nærri þjóðminjasafninu í Kaíró í Egyptalandi í dag. Hinn látni var Egypti og það voru þrír hinna slösuðu líka en hinir fjórir voru ferðamenn, tveir þeirra frá Ísrael og hinir frá Ítalíu og Rússlandi. Í fyrstu var talið að sá sem lést væri sjálfsmorðsárásarmaður en Reuters-fréttstofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að sprengjunni hafi verið kastað af brú nærri þjóðminjasafninu. 30.4.2005 00:01 Fjórir borgarar drepnir í Írak Fjórir óbreyttir borgarar hafa látist og sextán særst í þremur bílsprengjuárásum á hermenn í Bagdad í Írak í dag. Uppreisnarmenn sprengdu sprengju nærri hópi írakskra og bandarískra hermanna í Austur-Bagdad og þar létust tveir óbreyttir borgarar, annar þeirra barn, og tíu særðust. Þá létust einnig tveir óbreyttir borgarar og sex særðust í árás á bandaríska hermenn í eftirlitsleiðangri í borginni. 30.4.2005 00:01 Huga aftur að auðgun úrans Íranar greindu frá því í dag að þeir myndu hugsanlega hefja aftur auðgun á úrani í næstu viku, en þeir hafa ekki náð samkomulagi við fulltrúa Evrópusambandsins um framtíð kjarnorkuáætlunnar sinnar. Íranar hafa um nokkurt skeið deilt við Bandaríkjamenn um markmið áætlunarinnar og hafa Bandaríkjamenn sakað þá um að reyna að koma sér upp kjarnavopnum en Íranar segast aðeins ætla að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. 30.4.2005 00:01 Skutu á rútu með ferðamönnum Tvær konur skutu í dag á rútu með ferðamönnum í suðurhluta Kaíróborgar í Egyptalandi án þess þó að drepa eða særa nokkurn. Haft er eftir lögreglu að í kjölfarið hafi önnur þeirra skotið hina og svo sjálfa sig og særðist hún nokkuð við það. Lögregla telur að önnur kvennanna hafi verið eiginkona manns sem eftirlýstur er í tengslum við sprengjuárás á ferðamenn í miðborg Kaíró í upphafi mánaðarins, en þar létust þrír ferðamenn auk sjálfsmorðsárásarmanns. 30.4.2005 00:01 Má ekki fara í fóstureyðingu Dómstóll í Flórída í Bandaríkjunum hefur meinað þrettán ára gamalli stúlku að fara í fóstureyðingu á þeim grundvelli að hana skorti þroska til að taka slíka ákvörðun. Stúlkan er komin þrjá mánuði á leið og hugðist láta eyða fóstrinu á þriðjudaginn var en barnaverndaryfirvöld fóru með málið fyrir dómstóla og héldu því fram að stúlkan, sem er á framfæri ríkisins, væri of ung og óþroskuð til þess að taka upplýsta ákvörðun í málinu. 30.4.2005 00:01 Sjö létust í lestarslysi í Marokkó Sjö létust og fjórir slösuðust í Marokkó í dag þegar lest og rúta skullu saman. Rútan keyrði fyrir lestina en bílstjóri rútunnar sinnti ekki viðvörunarljósum um að lestin væri að koma og keyrði út á teinana með fyrrgreindum afleiðingum. 30.4.2005 00:01 Felldu þrjá borgara í Afganistan Sjö létust, þar af þrír óbreyttir borgarar, í loftárásum Bandaríkjahers á búðir uppreisnarmanna í gær. Frá þessu greindu Bandaríkjamenn í dag. Búðirnar eru í Uruzgan-héraði þar sem uppreisnarmenn úr röðum talibana hafa haldið uppi árásum á bandarískar og afganskar hersveitir. 30.4.2005 00:01 Verstu flóð í Rúmeníu í 50 ár 3700 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna gríðarlegra flóða í þorpum í vesturhluta Rúmeníu. Úrhelli hefur verið á svæðinu undanfarna daga og herþyrlur og bátar hafa verið notuð til að bjarga fólki í neyð á flóðasvæðunum, en þetta eru verstu flóð í landinu í hálfa öld. Tæplega tvö þúsund manns hefur verið komið fyrir í neyðarskýlum sem komið hefur verið upp á hálendi í nágrenninu. 30.4.2005 00:01 Ráðist á ferðamenn í Egyptalandi Röð árása á ferðamenn í Egyptalandi kostaði þrjá lífið í dag. Sjö særðust. Mildi þykir að ekki skyldu fleiri týna lífi. 30.4.2005 00:01 Minntust loka Víetnamstríðs Þrjátíu ár eru liðin frá lokum Víetnamstríðsins og þess var minnst í dag. Fjöldi bandarískra hermanna er af því tilefni í Víetnam. 30.4.2005 00:01 Ránið reyndist hafa verið flótti Ástin á sér mörg leyndarmál en fá jafnskrautleg og þau sem Jennifer Wilbanks átti sér um skamma stund. 30.4.2005 00:01 Flest líkin af konum og börnum Sérfræðingar rannsaka nú fjöldagröf sem fannst í suðurhluta Írak. Þeir telja að þar sé að finna lík 1.500 Kúrda, að mestu kvenna og barna. 30.4.2005 00:01 Minnast loka stríðsins Tugþúsundir tóku þátt í hátíðarhöldum í Ho Chi Minh-borg í Víetnam í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan Víetnamstríðinu lauk. 30.4.2005 00:01 Íranar fá upplýsingar Þýsku tímaritin Der Spiegel og Focus sögðu í gær að þýskt fyrirtæki lægi nú undir grun um að selja hergögn til Íran. 30.4.2005 00:01 Árásir á ferðamannasvæðum Tvennt lést og að minnsta kosti tíu særðust í tveim árásum á vinsælum ferðamannastöðum í Kaíró í Egyptalandi í gær. Talið er að þau bæði sem létust hafi verið árásarfólk. Samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar er talið að árásirnar séu tengdar. 30.4.2005 00:01 Dregur saman með fylkingum Réttum mánuði áður en Frakkar ganga til atkvæða um staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins sýndu niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar í gær að enn hallaðist meirihluti kjósenda að því að hafna sáttmálanum. 30.4.2005 00:01 Mannskæðar árásir í Bagdad Að minnsta kosti átján Írakar hafa fallið í valinn í fjórum bílsprengjuárásum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Nærri 70 manns slösuðust í árásunum sem allar beindust að íröskum her- og lögreglumönnum. Mörgum hinna slösuðu er vart hugað líf og búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. 29.4.2005 00:01 Fékk dauðadóm fyrir árás á félaga Bandarískur hermaður var í gær dæmdur til dauða fyrir að hafa drepið tvo félaga sína í bandaríska hernum á fyrstu dögum innrásarinnar í Írak. Hermaðurinn, sem er múslími, henti handsprengju í átt að félögum sínum og hóf síðan skothríð með þeim afleiðingum að tveir féllu og fjórtán særðust. Saksóknarar segja trúarofstæki ástæðuna fyrir árásinni. 29.4.2005 00:01 Mótmæltu sjálfstæðu Ísraelsríki Þúsundir strangtrúaðra gyðinga söfnuðust í gær saman fyrir utan ræðismannsskrifstofu Ísraels í New York til þess að mótmæla stefnu Ísraelsstjórnar. Það kann að hljóma undarlega að gyðingar mótmæli stefnu Ísraels en hópur bókstafstrúargyðinga neitar að samþykkja sjálfstætt ríki Ísraels þar sem í Gamla testamentinu segi að gyðingar skuli vera í útlegð uns sjálfur guð komi og frelsi þá. 29.4.2005 00:01 Ráða brátt niðurlögum veiru Nú hafa meira en 250 manns látist í Angóla af völdum svokallaðrar Marburg-veiru. Sóttvarnarsérfræðingar á svæðinu telja hins vegar stutt í að þeim takist að hefta útbreiðslu veirunnar á svæðinu. Tekist hefur að hafa uppi á flestum þeirra 500 manna sem talið er að hafi ef til vill smitast af fórnarlömbum veirunnar. 29.4.2005 00:01 Friðargæsluliðum fjölgað í Darfur Afríkuráðið hefur samþykkt að meira en tvöfalda fjölda friðargæsluliða í hinu stríðshrjáða Darfur-héraði í Súdan. Sem stendur eru aðeins 2200 hermenn í héraðinu, sem þurfa að gæta svæðis á stærð við Frakkland, en reiknað er með að friðargæsluliðarnir verði 7700 í september næstkomandi og þá gæti þeim jafnvel verið fjölgað í tólf þúsund áður en yfir lýkur. 29.4.2005 00:01 Vilja 7 milljarða bætur fyrir verk Borgaryfirvöld í Osló hyggjast fara fram á 700 milljónir norskra króna, andvirði sjö milljarða íslenskra króna, í bætur fyrir málverkin Ópið og Madonnu eftir Edvard Munch, sem stolið var af Munch-safninu í ágúst í fyrra. Málverkin hafa ekki enn fundist en þrír menn sitja í gæsluvarðahaldi vegna gruns um aðild að ráninu. 29.4.2005 00:01 Samvinna án aðildar Bandaríkjanna Fidel Castro, forseti Kúbu, og Hugo Chavez, forseti Venesúela, hvöttu í morgun ríki í Suður-Ameríku til þess að gera með sér fríverslunarsamning án afskipta Bandaríkjanna og án alls samstarfs við Bandaríkjamenn. Leiðtogarnir funduðu í Havana á Kúbu í morgun. Chavez er þar í opinberri heimsókn í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu ríkja sem eru andvíg fríverslunarsamkomulagi sem Bandaríkjamenn fara fyrir. 29.4.2005 00:01 Múslímar hvattir til frekari árasa Minnst 22 féllu þegar fjórar bílasprengjur sprungu í Bagdad í Írak í morgun. Leiðtogi al-Qaida í Írak hvetur múslíma til að herða sóknina enn frekar gegn Bandaríkjaher. 29.4.2005 00:01 Pútín býður Palestínumönnum aðstoð Vladímír Pútín, forseti Rússlands, bauð í dag Palestínumönnum aðstoð við uppbyggingu í landinu, en hann er nú á ferðalagi um Miðausturlönd og fundaði m.a. með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Pútín sagðist einnig styðja umbætur Abbas á öryggissveitum Palestínu og sagði Rússa tilbúna að þjálfa palestínskar öryggissveitir og selja Palestínumönnum þyrlur og samskiptatæki. 29.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ein fallegasta múmía sögunnar Ein fallegasta múmía sem sögur fara af fannst við uppgröft í Egyptalandi á dögunum. Múmían er um 2300 ára gömul. Hún fannst við uppgröft á greftrunarsvæði Titi konungs í Sakkarra, suður af Kaíró, fyrir tveimur mánuðum en var ekki sýnd fyrr en nýlega. 8.5.2005 00:01
Íslendingur særðist í sprengjuárás Íslenskur öryggisvörður særðist í bílsprengjuárás sem kostaði tvo samstarfsmenn hans lífið í Bagdad á laugardag. "Ég held hann hafi sloppið við varanleg meiðsli, hann er að minnsta kosti mjög lítið slasaður sem betur fer," sagði Ólafur E. Magnússon, faðir Jóns Ólafssonar, í gærkvöldi. 8.5.2005 00:01
Lá við átökum í Berlín Fjöldi fólks kom saman víðs vegar um Evrópu í gær til að minnast þess að 60 ár væru liðin frá því bardögum seinni heimsstyrjaldar í Evrópu lauk formlega. 8.5.2005 00:01
Vita lítið um Þýskaland nútímans Bretar eru einstaklega áhugasamir um Þýskaland undir stjórn nasista en vita sáralítið um sögu þess eftir seinni heimsstyrjöld, sagði Thomas Matussek, sendiherra Þýskalands í Bretlandi, í viðtali við Sunday Telegraph. 8.5.2005 00:01
Kvartmilljón mótmælti 250 þúsund manns mótmæltu stefnu stjórnvalda á fjöldafundi helsta stjórnarandstöðuflokksins í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu í gær. <font face="Helv"></font> 8.5.2005 00:01
Neita að sleppa föngum Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar myndu ekki sleppa fleiri Palestínumönnum úr fangelsi fyrr en palestínska heimastjórnin hefði gripið til harðari aðgerða gegn herskáum hreyfingum Palestínumanna en nú er. 8.5.2005 00:01
Ólga í Mjanmar Mikill viðbúnaður er í Mjanmar eftir að ellefu manns biðu bana og 162 særðust í þremur sprengjutilræðum á laugardaginn. Sprengingarnar urðu á fjölförnum stöðum, í verslunarkjörnum og ráðstefnumiðstöð. 8.5.2005 00:01
700 þúsund fá atvinnuleyfi Spænska stjórnin hefur ákveðið að veita 700 þúsund ólöglegum innflytjendum atvinnu- og búsetuleyfi. Ákvörðunin kemur í kjölfar gagngerrar uppstokkunar í málefnum innflytjenda. 8.5.2005 00:01
Mannréttindaráðherrann hættur Enn og aftur er komið babb í bátinn í írösku stjórnarmynduninni. Þegar útlit var fyrir að skipað hefði verið í öll ráðherraembætti neitaði eitt ráðherraefnanna að taka við stöðu sinni. 8.5.2005 00:01
Tony Blair hvattur til afsagnar Áhrifamenn í Verkamannaflokknum hvetja Tony Blair til að taka pokann sinn og láta Gordon Brown forsætisráðherraembættið eftir. Strax er farið að bera á spennu í samskiptum þeirra. 8.5.2005 00:01
Hundruð flóttamanna á hverri nóttu Tugir ef ekki hundruð flóttamanna reyna að komast yfir Ermarsundið frá Frakklandi til Bretlands á hverri einustu nóttu. Bresk stjórnvöld vilja hins vegar hefta strauminn og því hefur landamæraeftirlit verið hert svo mjög að það er orðið fátítt að menn sleppi í gegn. 8.5.2005 00:01
Fundu fjöldagröf í Írak Fjöldagröf með 1500 líkum hefur fundist í suðurhluta Íraks. Talið er að líkamsleifarnar séu af Kúrdum sem voru hraktir frá heimilum sínum seint á níunda áratug síðustu aldar. Flest fórnarlambanna voru konur og börn sem var stillt upp á grafarbakkanum og skotin með AK-47 hríðskotariflum. 30.4.2005 00:01
Þing greiði atkvæði um stríðsaðild Þingið en ekki forsætisráðherra ætti að taka af skarið um hvort að Bretland tekur þátt í stríðsrekstri, segir Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, í viðtali sem birtist í morgun. Hann kveðst þar styðja að framvegis verði stuðst við fordæmi sem sett var fyrir Íraksstríðið þar sem þingheimur fékk að greiða atkvæði um hvort fara ætti í stríð. 30.4.2005 00:01
Beindi flugvél inn á lokaða braut Litlu munaði að illa færi á alþjóðaflugvellinum við Tókýó í morgun þegar að flugumferðarstjóri sagði flugmönnum farþegavélar að lenda á flugbraut sem lokað hafði verið vegna viðhalds. Vélin lenti á brautinni en svo vel vildi til að engar vinnuvélar eða annar búnaður var á brautinni á því augnabliki. 30.4.2005 00:01
Stjórnvöld endurskoði afstöðu sína Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands, en henni var synjað um fjárstuðning frá utanríkisráðuneytinu í vikunni. Í ályktuninni hvetur stjórn BRSB stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína um fjárstuðning við Mannréttindaskrifstofuna og tryggja henni traustan starfsgrundvöll. 30.4.2005 00:01
Slösuðust í sprengingu í Tyrklandi Fimm tyrkneskir lögreglumenn slösuðust í sprengingu í ferðamannabænum Kusadasi í vesturhluta Tyrklands í morgun. Lögreglumennirnir höfðu verið kallaðaðir að styttu í bænum til þess að rannsaka grunsamlegan pakka sem var þar og voru að girða svæðið af þegar sprengjan sprakk. Einn lögreglumannanna missti handlegg í sprengingunni en allir fimm voru fluttir á sjúkrahús. Ekki er ljóst hver stóð á bak við tilræðið. 30.4.2005 00:01
Flest líkin af konum og börnum Fjöldagröf með 1500 líkum hefur fundist í suðurhluta Írak. Flest eru líkin af börnum og konum. Alls hafa um 300 slíkar grafir fundist frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum í landinu. 30.4.2005 00:01
Deila um lát leyniþjónustumanns Harðar deilur eru sprottnar á milli Ítala og Bandaríkjamanna um rannsókn á dauða ítalsks leyniþjónustumanns í Írak. Ítalar hafa í kjölfarið skipað ríkissaksóknara landsins að hraða sinni rannsókn. 30.4.2005 00:01
Andstæðingum stjórnarskrár fækkar Andstæðingar stjórnarskrár Evrópusambandsins í Frakklandi eru nú færri en stuðningsmennirnir, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn síðan í mars sem könnun bendir til þessa. Dagblaðið <em>Le Monde</em> birti nýjustu könnunina í morgun og samkvæmt henni eru 52 prósent aðspurðra fylgjandi stjórnarskránni en 48 prósent á móti henni. 30.4.2005 00:01
Taldi þjóðsögur verk Shakespears Hvaða eyland í Norður-Atlantshafi er tengt sögum og þjóðsögum frá 13. öld? Flestir Íslendingar gætu líkast til getið sér til um það en ekki landafræðispekingarnir ungu sem tóku þátt í landafræðikeppni <em>National Geographic</em> í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Hetjan Jared Martin frá bænum Lititz var viss um að þarna væri átt við Stóra-Bretland og taldi víst að þjóðsögurnar sem um ræddi væru verk Shakespears. 30.4.2005 00:01
Einn lést í sprengingu í Kaíró Einn lést og sjö særðust í sprengingu nærri þjóðminjasafninu í Kaíró í Egyptalandi í dag. Hinn látni var Egypti og það voru þrír hinna slösuðu líka en hinir fjórir voru ferðamenn, tveir þeirra frá Ísrael og hinir frá Ítalíu og Rússlandi. Í fyrstu var talið að sá sem lést væri sjálfsmorðsárásarmaður en Reuters-fréttstofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að sprengjunni hafi verið kastað af brú nærri þjóðminjasafninu. 30.4.2005 00:01
Fjórir borgarar drepnir í Írak Fjórir óbreyttir borgarar hafa látist og sextán særst í þremur bílsprengjuárásum á hermenn í Bagdad í Írak í dag. Uppreisnarmenn sprengdu sprengju nærri hópi írakskra og bandarískra hermanna í Austur-Bagdad og þar létust tveir óbreyttir borgarar, annar þeirra barn, og tíu særðust. Þá létust einnig tveir óbreyttir borgarar og sex særðust í árás á bandaríska hermenn í eftirlitsleiðangri í borginni. 30.4.2005 00:01
Huga aftur að auðgun úrans Íranar greindu frá því í dag að þeir myndu hugsanlega hefja aftur auðgun á úrani í næstu viku, en þeir hafa ekki náð samkomulagi við fulltrúa Evrópusambandsins um framtíð kjarnorkuáætlunnar sinnar. Íranar hafa um nokkurt skeið deilt við Bandaríkjamenn um markmið áætlunarinnar og hafa Bandaríkjamenn sakað þá um að reyna að koma sér upp kjarnavopnum en Íranar segast aðeins ætla að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. 30.4.2005 00:01
Skutu á rútu með ferðamönnum Tvær konur skutu í dag á rútu með ferðamönnum í suðurhluta Kaíróborgar í Egyptalandi án þess þó að drepa eða særa nokkurn. Haft er eftir lögreglu að í kjölfarið hafi önnur þeirra skotið hina og svo sjálfa sig og særðist hún nokkuð við það. Lögregla telur að önnur kvennanna hafi verið eiginkona manns sem eftirlýstur er í tengslum við sprengjuárás á ferðamenn í miðborg Kaíró í upphafi mánaðarins, en þar létust þrír ferðamenn auk sjálfsmorðsárásarmanns. 30.4.2005 00:01
Má ekki fara í fóstureyðingu Dómstóll í Flórída í Bandaríkjunum hefur meinað þrettán ára gamalli stúlku að fara í fóstureyðingu á þeim grundvelli að hana skorti þroska til að taka slíka ákvörðun. Stúlkan er komin þrjá mánuði á leið og hugðist láta eyða fóstrinu á þriðjudaginn var en barnaverndaryfirvöld fóru með málið fyrir dómstóla og héldu því fram að stúlkan, sem er á framfæri ríkisins, væri of ung og óþroskuð til þess að taka upplýsta ákvörðun í málinu. 30.4.2005 00:01
Sjö létust í lestarslysi í Marokkó Sjö létust og fjórir slösuðust í Marokkó í dag þegar lest og rúta skullu saman. Rútan keyrði fyrir lestina en bílstjóri rútunnar sinnti ekki viðvörunarljósum um að lestin væri að koma og keyrði út á teinana með fyrrgreindum afleiðingum. 30.4.2005 00:01
Felldu þrjá borgara í Afganistan Sjö létust, þar af þrír óbreyttir borgarar, í loftárásum Bandaríkjahers á búðir uppreisnarmanna í gær. Frá þessu greindu Bandaríkjamenn í dag. Búðirnar eru í Uruzgan-héraði þar sem uppreisnarmenn úr röðum talibana hafa haldið uppi árásum á bandarískar og afganskar hersveitir. 30.4.2005 00:01
Verstu flóð í Rúmeníu í 50 ár 3700 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna gríðarlegra flóða í þorpum í vesturhluta Rúmeníu. Úrhelli hefur verið á svæðinu undanfarna daga og herþyrlur og bátar hafa verið notuð til að bjarga fólki í neyð á flóðasvæðunum, en þetta eru verstu flóð í landinu í hálfa öld. Tæplega tvö þúsund manns hefur verið komið fyrir í neyðarskýlum sem komið hefur verið upp á hálendi í nágrenninu. 30.4.2005 00:01
Ráðist á ferðamenn í Egyptalandi Röð árása á ferðamenn í Egyptalandi kostaði þrjá lífið í dag. Sjö særðust. Mildi þykir að ekki skyldu fleiri týna lífi. 30.4.2005 00:01
Minntust loka Víetnamstríðs Þrjátíu ár eru liðin frá lokum Víetnamstríðsins og þess var minnst í dag. Fjöldi bandarískra hermanna er af því tilefni í Víetnam. 30.4.2005 00:01
Ránið reyndist hafa verið flótti Ástin á sér mörg leyndarmál en fá jafnskrautleg og þau sem Jennifer Wilbanks átti sér um skamma stund. 30.4.2005 00:01
Flest líkin af konum og börnum Sérfræðingar rannsaka nú fjöldagröf sem fannst í suðurhluta Írak. Þeir telja að þar sé að finna lík 1.500 Kúrda, að mestu kvenna og barna. 30.4.2005 00:01
Minnast loka stríðsins Tugþúsundir tóku þátt í hátíðarhöldum í Ho Chi Minh-borg í Víetnam í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan Víetnamstríðinu lauk. 30.4.2005 00:01
Íranar fá upplýsingar Þýsku tímaritin Der Spiegel og Focus sögðu í gær að þýskt fyrirtæki lægi nú undir grun um að selja hergögn til Íran. 30.4.2005 00:01
Árásir á ferðamannasvæðum Tvennt lést og að minnsta kosti tíu særðust í tveim árásum á vinsælum ferðamannastöðum í Kaíró í Egyptalandi í gær. Talið er að þau bæði sem létust hafi verið árásarfólk. Samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar er talið að árásirnar séu tengdar. 30.4.2005 00:01
Dregur saman með fylkingum Réttum mánuði áður en Frakkar ganga til atkvæða um staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins sýndu niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar í gær að enn hallaðist meirihluti kjósenda að því að hafna sáttmálanum. 30.4.2005 00:01
Mannskæðar árásir í Bagdad Að minnsta kosti átján Írakar hafa fallið í valinn í fjórum bílsprengjuárásum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Nærri 70 manns slösuðust í árásunum sem allar beindust að íröskum her- og lögreglumönnum. Mörgum hinna slösuðu er vart hugað líf og búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. 29.4.2005 00:01
Fékk dauðadóm fyrir árás á félaga Bandarískur hermaður var í gær dæmdur til dauða fyrir að hafa drepið tvo félaga sína í bandaríska hernum á fyrstu dögum innrásarinnar í Írak. Hermaðurinn, sem er múslími, henti handsprengju í átt að félögum sínum og hóf síðan skothríð með þeim afleiðingum að tveir féllu og fjórtán særðust. Saksóknarar segja trúarofstæki ástæðuna fyrir árásinni. 29.4.2005 00:01
Mótmæltu sjálfstæðu Ísraelsríki Þúsundir strangtrúaðra gyðinga söfnuðust í gær saman fyrir utan ræðismannsskrifstofu Ísraels í New York til þess að mótmæla stefnu Ísraelsstjórnar. Það kann að hljóma undarlega að gyðingar mótmæli stefnu Ísraels en hópur bókstafstrúargyðinga neitar að samþykkja sjálfstætt ríki Ísraels þar sem í Gamla testamentinu segi að gyðingar skuli vera í útlegð uns sjálfur guð komi og frelsi þá. 29.4.2005 00:01
Ráða brátt niðurlögum veiru Nú hafa meira en 250 manns látist í Angóla af völdum svokallaðrar Marburg-veiru. Sóttvarnarsérfræðingar á svæðinu telja hins vegar stutt í að þeim takist að hefta útbreiðslu veirunnar á svæðinu. Tekist hefur að hafa uppi á flestum þeirra 500 manna sem talið er að hafi ef til vill smitast af fórnarlömbum veirunnar. 29.4.2005 00:01
Friðargæsluliðum fjölgað í Darfur Afríkuráðið hefur samþykkt að meira en tvöfalda fjölda friðargæsluliða í hinu stríðshrjáða Darfur-héraði í Súdan. Sem stendur eru aðeins 2200 hermenn í héraðinu, sem þurfa að gæta svæðis á stærð við Frakkland, en reiknað er með að friðargæsluliðarnir verði 7700 í september næstkomandi og þá gæti þeim jafnvel verið fjölgað í tólf þúsund áður en yfir lýkur. 29.4.2005 00:01
Vilja 7 milljarða bætur fyrir verk Borgaryfirvöld í Osló hyggjast fara fram á 700 milljónir norskra króna, andvirði sjö milljarða íslenskra króna, í bætur fyrir málverkin Ópið og Madonnu eftir Edvard Munch, sem stolið var af Munch-safninu í ágúst í fyrra. Málverkin hafa ekki enn fundist en þrír menn sitja í gæsluvarðahaldi vegna gruns um aðild að ráninu. 29.4.2005 00:01
Samvinna án aðildar Bandaríkjanna Fidel Castro, forseti Kúbu, og Hugo Chavez, forseti Venesúela, hvöttu í morgun ríki í Suður-Ameríku til þess að gera með sér fríverslunarsamning án afskipta Bandaríkjanna og án alls samstarfs við Bandaríkjamenn. Leiðtogarnir funduðu í Havana á Kúbu í morgun. Chavez er þar í opinberri heimsókn í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu ríkja sem eru andvíg fríverslunarsamkomulagi sem Bandaríkjamenn fara fyrir. 29.4.2005 00:01
Múslímar hvattir til frekari árasa Minnst 22 féllu þegar fjórar bílasprengjur sprungu í Bagdad í Írak í morgun. Leiðtogi al-Qaida í Írak hvetur múslíma til að herða sóknina enn frekar gegn Bandaríkjaher. 29.4.2005 00:01
Pútín býður Palestínumönnum aðstoð Vladímír Pútín, forseti Rússlands, bauð í dag Palestínumönnum aðstoð við uppbyggingu í landinu, en hann er nú á ferðalagi um Miðausturlönd og fundaði m.a. með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Pútín sagðist einnig styðja umbætur Abbas á öryggissveitum Palestínu og sagði Rússa tilbúna að þjálfa palestínskar öryggissveitir og selja Palestínumönnum þyrlur og samskiptatæki. 29.4.2005 00:01