Komu í veg fyrir rigningu á athöfn 9. maí 2005 00:01 Fallinna Sovétmanna úr heimsstyrjöldinni síðari er minnst á Rauða torginu í Moskvu í dag. Rússnesk yfirvöld beittu óhefðbundnum aðferðum til að koma í veg fyrir að það rigndi á alla þjóðarleiðtogana sem voru þar í sínu fínasta pússi. Af þeim 40 milljónum manna sem létu lífið í seinni heimsstyrjöldinni, voru 27 frá Sovétríkjunum fyrrverandi. Um fimmtíu þjóðarleiðtogar hvaðanæva að úr heiminum eru komnir til Moskvu til votta þessum fórnarlömbum stríðsins virðingu sína og taka þátt í heljarmikilli minningarathöfn sem hófst á Rauða torginu í morgun. Segja má að þessi athöfn í Moskvu sé nokkurs konar lokahnykkur á hátíðarhöldum sem verið hafa víðs vegar um Evrópu um helgina til að minnast þess að 60 ár eru liðin frá lokum stríðsins. Varnarmálaráðuneyti Rússa lagði heiður sinn að veði í síðustu viku þegar það fullyrti að það myndi koma í veg fyrir rigningu á þessum degi. Ellefu herþotur voru sendar á loft í morgun til að spreia efnum á þungbúin rigningarský sem voru að hrannast yfir borgina. Fyrst í morgun virtist sem einhver í ráðuneytinu yrði látin fjúka því það hellirigndi enn þegar fyrirmennin og þjóðarleiðtogarnir, eins og Chirac Frakklandsforseti, Schröder, kanslari Þýskalands, og Hu Jintao, forseti Kína, fóru að týnast á svæðið. Heiðri rússneska hersins var þó bjargað fyrir horn því í þann mund sem George Bush Bandaríkjaforseti og kona hans Laura gengu inn á torgið stytti upp og sólin byrjaði að skína. Stjórnvöld í Eistlandi og Litháen mættu ekki á þessa athöfn til að mótmæla hernámi Eystrasaltsríkjanna. Þau hafa krafist þess að Rússar biðjist afsökunar á hernáminu en Pútín segir að það sé óþarfi. Það vakti athygli að vel virtist fara á með Pútín og Bush í morgun en þeir hafa verið þó nokkuð harðorðir og gagnrýnir í garð hvor annars að undanförnu. Erlent Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Fallinna Sovétmanna úr heimsstyrjöldinni síðari er minnst á Rauða torginu í Moskvu í dag. Rússnesk yfirvöld beittu óhefðbundnum aðferðum til að koma í veg fyrir að það rigndi á alla þjóðarleiðtogana sem voru þar í sínu fínasta pússi. Af þeim 40 milljónum manna sem létu lífið í seinni heimsstyrjöldinni, voru 27 frá Sovétríkjunum fyrrverandi. Um fimmtíu þjóðarleiðtogar hvaðanæva að úr heiminum eru komnir til Moskvu til votta þessum fórnarlömbum stríðsins virðingu sína og taka þátt í heljarmikilli minningarathöfn sem hófst á Rauða torginu í morgun. Segja má að þessi athöfn í Moskvu sé nokkurs konar lokahnykkur á hátíðarhöldum sem verið hafa víðs vegar um Evrópu um helgina til að minnast þess að 60 ár eru liðin frá lokum stríðsins. Varnarmálaráðuneyti Rússa lagði heiður sinn að veði í síðustu viku þegar það fullyrti að það myndi koma í veg fyrir rigningu á þessum degi. Ellefu herþotur voru sendar á loft í morgun til að spreia efnum á þungbúin rigningarský sem voru að hrannast yfir borgina. Fyrst í morgun virtist sem einhver í ráðuneytinu yrði látin fjúka því það hellirigndi enn þegar fyrirmennin og þjóðarleiðtogarnir, eins og Chirac Frakklandsforseti, Schröder, kanslari Þýskalands, og Hu Jintao, forseti Kína, fóru að týnast á svæðið. Heiðri rússneska hersins var þó bjargað fyrir horn því í þann mund sem George Bush Bandaríkjaforseti og kona hans Laura gengu inn á torgið stytti upp og sólin byrjaði að skína. Stjórnvöld í Eistlandi og Litháen mættu ekki á þessa athöfn til að mótmæla hernámi Eystrasaltsríkjanna. Þau hafa krafist þess að Rússar biðjist afsökunar á hernáminu en Pútín segir að það sé óþarfi. Það vakti athygli að vel virtist fara á með Pútín og Bush í morgun en þeir hafa verið þó nokkuð harðorðir og gagnrýnir í garð hvor annars að undanförnu.
Erlent Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira