Erlent

Suharto alvarlega veikur

Suharto, fyrrverandi forseti Indónesíu, er nú á gjörgæslu en hann var fluttur á sjúkrahús á fimmtudaginn var vegna veikinda. Að sögn lækna hefur honum blætt innvortis og eru taldar helmingslíkur á að hann nái sér. Suharto, sem er 83 ára, hefur átt við erfið veikindi að stríða frá árinu 1998 þegar honum var komið frá völdum vegna ásakana um spillingu og mannréttindabrot, en hann hafði þá verið við völd í Asíuríkinu í 32 ár. Vegna veikindanna hefur ekki verið hægt að rétta yfir honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×