Erlent

Vinnuvikan styst í Noregi

Norðmenn vinna manna minnst í Evrópu, samkvæmt nýrri vinnumarkaðskönnun Evrópusambandsins. Lettar vinna hins vegar mest allra. Íslendingar voru ekki með í könnuninni en væru í þriðja sæti miðað við tölu Hagstofunnar fyrir síðasta ár. Norðmenn vinna að meðaltali 38,6 tíma á viku, en Lettar 43,3. Vinnuvika Breta, sem vinna næstmest, er að meðaltali 43,1 klukkustund en Íslendingar kæmu í þriðja sæti með 42 klukkustundir. Meðaltal 25 Evrópusambandslanda er 40,2 klukkustundir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×