Erlent

Norðmenn örlátastir

Norðmenn gefa hlutfallslega mest allra þjóða til hjálparstarfs í fátækum löndum. Á síðasta ári námu framlög Norðmanna til hjálparstarfs 0,9 prósentum af landsframleiðslu þeirra. Næsthæst er hlutfallið í Danmörku og Lúxemborg, þar sem það nemur rúmlega 0,8 prósentum. Bandaríkjamenn gefa hins vegar hæsta upphæð allra þjóða til hjálparstarfs, eða 19 milljarða bandaríkjadala. Það er hins vegar minna en 0,2 prósent af landsframleiðslu þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×