Erlent

Aðstoðuðu við morðin í Rúanda

Tveir menn frá Rúanda munu koma fyrir rétt í Belgíu á morgun þar sem þeir verða sóttir til saka fyrir aðild þeirra að þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994. Mennirnir eru ákærðir fyrir að aðstoða skæruliða Hútúa við að myrða 50 þúsund manns með því að lána þeim vörubíla til að flytja fólkið í og umbuna þeim að drápunum loknum með því að gefa þeim áfengi. Réttað verður yfir mönnunum fyrir alþjóðlegum dómstóli í Belgíu en þeir voru búsettir í landinu þegar þeir voru handteknir árið 2002. Fjórir Rúandamenn fengu dóma í Belgíu árið 2001 fyrir aðild þeirra að þjóðarmorðunum þar sem 800 þúsund Tútsar voru drepnir á aðeins 100 dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×