Erlent

Segjast hafa rænt Japana

Íslamskur uppreisnarhópur í Írak, Hermenn Ansar al-Sunna, greindi frá því í yfirlýsingu á Netinu í dag að hann hefði rænt Japana sem starfaði á vegum Bandaríkjahers í landinu. Andspyrnumennirnir birtu mynd af japönsku vegabréfi með nafninu Akihiko Saito ásamt skilríki þar sem fram kom að hann starfaði að öryggismálum. Hópurinn segist hafa gripið Japanann í áhlaupi á bílalest nærri bænum Hit í vesturhluta landsins og drepið alla sem í bílunum hafi verið nema hann. Uppreisnarmennirnir sögðu hann vera alvarlega særðan og sögðust ætla að birta myndband af honum fljótlega. Ekki hefur fengist staðfest hvort yfirlýsingin er ósvikin, en uppreisnarhópurinn er einn aðalandspyrnuhópur súnníta í Írak og hefur lýst yfir ábyrgð á mörgum árásum á Íraka og Bandaríkjamenn og morðum á erlendum gíslum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×